Menntaráð

65. fundur 01. september 2020 kl. 17:15 - 18:45 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Börkur Vígþórsson fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1906477 - Grunnskóladeild-Milli mála próf

Tillaga að fyrirlögn á Milli mála prófi lögð fram.
Menntaráð samþykkir tillögu um fyrirlögn á Milli mála prófi með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

2.17081306 - Grunnskóladeild-íslenska sem annað mál-úthlutun

Tillaga að úthlutun til grunnskóla vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku lögð fram.
Menntaráð samþykkir tillögu um úthlutun til grunnskóla vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

3.20051249 - Fyrirspurn um kennslu í fjármálalæsi frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, fulltrúa Pírata

Svar við fyrirspurn lagt fram.
Menntaráð þakkar svar deildarstjóra grunnskóladeildar. Jafnframt óskar ráðið eftir nánar umræðu við ungmennaráð um erindi þess um samræmdari og meiri kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum Kópavogs.

Almenn erindi

4.20051248 - Mat á röskun skólastarfs grunnskóla Kópavogs á vormisseri 2020 - erindi frá Samkóp

Svar við erindi lagt fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.2008515 - Menntasvið-viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Lagt fram til umræðu.
Lagt fram til kynningar.

Almenn erindi

6.2002070 - Menntasvið-eineltisáætlanir, viðmið og fræðsla

Lagt fram.
Áframhaldandi vinnu vísað til menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 18:45.