Menntaráð

71. fundur 01. desember 2020 kl. 17:15 - 19:12 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
 • Börkur Vígþórsson fulltrúi skólastjóra
 • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2008515 - Menntasvið-viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Farið yfir stöð í skóla- og frístundastarfi í ljósi COVID-19.
Lagt fram.

Almenn erindi

2.2001382 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs við grunnskóla Kópavogs - viðmið

Tillaga um skólabyrjun, vetrarfrí og sameiginlega skipulagsdaga fyrir skólárið 2021-2022 fyrir grunnskóla Kópavogs.
Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

3.2002434 - Menntasvið-Heimsmarkmið Sþ

Kynning á vinnu menntasviðs í tengslum við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna.
María Kristín Gylfadóttir, verkefnastjóri í innleiðingu Heimsmarkmiða, kynnti vinnu sem fram hefur farið með menntasvið og stofnum sviðsins við kortlagningu Heimsmarkmiða.

Ragnhildur Reynisdóttir og Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, fulltrúar BF Viðreisnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Mikil vinna hefur verið sett í starfsáætlanir bæði hjá skólunum sem og frístund og félagsmiðstöðvum. Skýrslur skrifaðar varðandi t.d. líðan barna, þjónustu sem veitt er innan skólakerfisins við hina ýmsu hópa og skref tekin við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þetta er auðvitað allt unnið í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Hugarflugsfundir hafa verið haldnir með starfsfólki varðandi hvernig má tengja starfsemina við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og yfirstefnu Kópavogs. Einnig hefur Menntaráð komið að þessari vinnu.

Til að hægt sé að henda reiður á hvar við stöndum þarf að móta stefnu og því vonumst við til að nú eigi aftur að setja þunga í þá vinnu. Við teljum að um leið og stefnan er tilbúin sé auðveldara að setja fram skýr markmið, mæla hvar við stöndum og átta sig betur á hvar eigi að verja fjármunum innan kerfisins.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, áheyrafulltrúi Pírata tekur undir bókun.

Almenn erindi

4.1610408 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt

Máli frestað frá síðasta fundi.
Menntaráð hefur ekki athugasemdir við tillögur frá forsætisnefnd um breytingar á bæjarmálasamþykkt að undanskyldum lið tvö í 52 gr. C sem þarf að endurspegla betur núverandi verklag.

Almenn erindi

5.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn

Fundaráætlun fyrir vorönn 2021 lögð fram.
Fundaráætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:12.