Menntaráð

72. fundur 19. janúar 2021 kl. 17:15 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
 • Börkur Vígþórsson fulltrúi skólastjóra
 • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2101369 - Öryggi á skólalóðum

Svar við eftirfarandi fyrirspurn frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttir, áheyrnafulltrú Pírata, lagt fram:
Óska eftir upplýsingum um stöðu öryggismála leiktækja á skólalóðum Kópavogsbæjar. Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar í kjölfar þess að í ljós hefur komið eftir alvarlegt slys í haust, að leiktæki eru í einhverjum tilfellum ekki örugg þrátt fyrir að þau uppfylli staðla?

Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri kom á fund ráðsins og gerði grein fyrir svari við fyrirspurn.

Bókun:
"Undirrituð þakkar skjót svör og fagnar bæði áætlun um falldempunarmælingar og aðkomu Miðstöðvar slysavarnar barna að úttekt á öllum stærri leiktækjum á vegum Kópavogsbæjar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir."

Eftirtaldir tóku undir bókun:
Ragnhildur Reynisdóttir,
Pétur Hrafn Sigurðsson og
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir."

Almenn erindi

2.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Bæjarráð vísar skýrsla um Leiksvæði í Kópavogi til umsagnar menntaráðs.
Menntaráð þakkar garðyrkjustjóra, Friðriki Baldurssyni fyrir góða kynningu. Einnig fyrir yfirgripsmikla og faglega aðgerðaráætlun um leiksvæði í Kópavogi. Menntaráð vill leggja áherslu á öryggismál á leiksvæðum bæjarins og að tæki séu vönduð og örugg. Þá tekur menntaráð undir með velferðarráði um aðstöðu fyrir fötluð börn og að skoðað verði með slíkt í nágrenni við frístundaklúbbinn Hrafninn t.d. eins og velheppnuð hringekja við Snælandsskóla. Menntaráð óskar eftir að unnin verði áætlun um framkvæmdir á leiksvæðum til næstu ára í samræmi við aðgerðaráætlun og fjárhagsáætlun.

Almenn erindi

3.1909774 - Starfsáætlanir Waldorfskóla 2019-2024

Starfsáætlun Waldorfskólans í Lækjarbotnum lögð fram til afgreiðslu. Máli var frestað á fundi menntaráðs þann 17. nóvember 2020.
Starfsáætlun fyrir skólaárið 2020-2021 samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

4.1905944 - Menntasvið-skólaþjónusta þróun úrræða í grunnskólum

Kynning á nýju þróunarverkefni á sviði skólaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

Almenn erindi

5.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Lögð fram lokaskýrsla til kynningar.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2002434 - Menntasvið-Heimsmarkmið Sþ

Í framhaldi af kynningu á fundi menntaráðs 1. desember 2020 er lögð fram skýrsla með samantekt á vinnu við gagnaöflun og greiningu í stofnunum menntasviðs í tengslum við heildar stefnumótun Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Almenn erindi

7.2008515 - Menntasvið-viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Farið yfir stöðu skóla- og frístundamála í ljósi nýrra reglugerða um skólahald og samkomutakmarkanir.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.