Menntaráð

74. fundur 16. febrúar 2021 kl. 17:15 - 19:03 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Börkur Vígþórsson fulltrúi skólastjóra
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2102469 - Menntasvið-kynningar frá grunnskólum

Kynning á verkefni frá Salaskóla.
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla kynnti þróunarverkefni sem fjallar um bættan námsárangur og líðan nemenda í Salaskóla. Verkefnið hófst á málþingi sem haldið var í 8., 9. og 10. bekk. Menntaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu á áhugaverðu verkefni.

Almenn erindi

2.2101813 - Menntasvið-rekstur

Svar við fyrirspurn um úthlutun til stuðningsfulltrúa í grunnskólum Kópavogs lagt fram. Jafnframt verður kynning á fyrirkomulagi úthlutunar á kennslutímamagni til grunnskóla.
Lagt fram.

Almenn erindi

3.1802466 - Menntasvið-Rannsóknir í leik- og grunnskólum

Kynning á rannsókninni "Snjalltækjalausn til heilsueflingar unglinga".
Erlendur Egilsson, sálfræðingur kom á fund ráðsins og kynnti rannsókn meðal 8. til 10. bekkinga í grunnskólum Kópavogs sem framkvæmd verður á vormánuðum 2021. Í rannsókninni er verið að skoða notkun unglinga á heilsueflandi snjalltækjalausn.

Almenn erindi

4.2102467 - Kópurinn 2021

Reglur Kópsins, viðurkenningar menntaráðs, lagðar fram til ígrundunar og fyrirkomulag á framkvæmd 2021 rætt.
Menntaráð staðfestir reglur Kópsins sem samþykktar voru á fundi ráðsins 19. febrúar 2019. Guðmundur Geirdal, Birkir Jón Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir voru kosin í valnefnd Kópsins. Jóhannes Birgir Jensson er fulltrúi foreldra í valnefnd.

Fundi slitið - kl. 19:03.