Menntaráð

76. fundur 16. mars 2021 kl. 17:15 - 19:17 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Magnea Einarsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2103262 - Frístundastyrkir Kópavogs

Svar við fyrirspurn frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, áheyrnarfulltrúa Pírata um frístundastyrki lagt fram.

Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar kom á fund menntaráðs og gerði grein fyrir svari við fyrirspurn um frístundastyrki.

Almenn erindi

2.2101369 - Öryggi á skólalóðum

Farið yfir niðurstöður á vinnu vegna breytinga á kastala á skólalóð Snælandsskóla.
Lagt fram.

Almenn erindi

3.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Lögð fram tillaga um framkvæmdir á skólalóðum grunnskóla 2021 frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögu um framkvæmdir á skólalóðum grunnskóla 2021 með þeim fyrirvara að leitað verði leiða við að nauðsynlegar öryggisúrbætur á kastala við Snælandsskóla verði ekki fjármagnaðar af úthlutun til Skemmtilegri skólalóða.

Almenn erindi

4.2003630 - Menntasvið-skólaþjónusta, starfsreglur sérdeilda, sérúrræða og sérfræðinga

Starfsreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs ásamt inn- og útskriftareglum lagðar fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs, inn- og útskriftarreglur fyrir einhverfudeildir í Álfhóls- og Salaskóla sem og inn- og útskriftarreglur fyrir sérdeild í Kópavogsskóla og inn- og útskriftarreglur í sérdeild Snælandsskóla.

Almenn erindi

5.2103586 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs fyrirspurn frá Erlendi H. Geirdal

Svar við fyrirspurn lagt fram.
Lagt fram.

Önnur mál

6.2103706 - Álfhólsskóli, húsnæðismál

Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri Álfhólsskóla sagði frá stöðu mála vegna rakaskemmda og myglu í skólahúsnæðinu.

Fundi slitið - kl. 19:17.