Menntaráð

77. fundur 20. apríl 2021 kl. 17:15 - 19:20 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
 • Börkur Vígþórsson fulltrúi skólastjóra
 • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1410636 - Frístundadeild-Molinn ungmennahús

Lagðar fram tillögur að þjónustu við ungt fólk í Kópavogi og starfsemi Molans.
Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar menntasviðs, kynnti tillögur að breytingum á þjónustu við ungt fólk í Kópavogi og starfsemi ungmennahússins Molans. Menntaráð samþykkir tillögurnar enda séu þær innan fjárheimilda Molans samkvæmt fjárhagsáætlun 2021. Tillögum vísað til menntsviðs til úrvinnslu.

Almenn erindi

2.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Næstu skref í stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar kynnt.
Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi og Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar kynntu næstu skref í stefnumótunarvinnu bæjarins.

Almenn erindi

3.2104380 - Ytra mat á grunnskóla 2021 Arnarskóli valinn

Skýrsla um niðurstöður ytra mats á Arnarskóla ásamt umbótaáætlun lagt fram.
Rafn Emilsson og María Sigurjónsdóttir, stjórnendur í Arnaskóla kynntu skýrslu um ytra mat skólans og áætlun um umbætur.

Almenn erindi

4.1901881 - Ytra mat á grunnskóla 2018 Kópavogsskóli valinn

Loka aðgerðaráætlun í kjölfar ytra mats í Kópavogsskóla lögð fram.
Umbótum í kjölfar ytra mats er lokið í Kópavogsskóla. Guðmundur Ásmundsson, skólastjóri gerði grein fyrir vinnu skólans að umbótum.

Almenn erindi

5.2101724 - Menntasvið-matsrannsókn, spjaldtölvur

Farið yfir fyrstu skref við framkvæmd matsrannsóknar og þátttöku menntaráðs í rannsókn.
Lagt fram og rætt um þátttöku menntaráð í rannsókninni.

Fundi slitið - kl. 19:20.