Menntaráð

83. fundur 07. september 2021 kl. 17:15 - 19:30 í Álfhólsskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir varaformaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Sigrúnu Bjarnadóttur, skólastjóra Álfhólsskóla, góðar veitingar og áhugaverða kynningu á skólastarfinu.

Almenn erindi

1.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Kynning á þróun nokkurra mælinga úr mælaborði barna.
Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum kynnti þróun mælinga í mælaborði barna í Kópavogi.

Almenn erindi

2.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Kynning á mælaboði lýðheilsu.
Dr. Anna Elísbet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum kynnti nýtt mælaborð lýðheilsu sem byggir á Lýðheilsustefnu bæjarins.

Almenn erindi

3.15082358 - Menntasvið-ársskýrslur skólaþjónustu

Ársskýrsla skólaþjónustu fyrir skólaárið 2020 - 2021 lögð fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.1412346 - Frístundadeild-Hrafninn frístundablúbbur

Afgreiðsla á reglum um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn á mið- og unglingastigi grunnskóla, frestað frá síðasta fundi.
Menntaráð samþykkir reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn fyrir sitt leiti með öllum greiddum atkvæðum og vísar þeim til notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

Fundi slitið - kl. 19:30.