Menntaráð

91. fundur 01. febrúar 2022 kl. 17:15 - 19:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2102469 - Menntasvið-kynningar frá grunnskólum

Kynning á starfi Skólahljómsveitar Kópavogs.
Össur Geirsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs kynnti starf hljómsveitarinnar og svaraði fyrirspurnum. Menntaráð þakkar góða og upplýsandi kynningu.

Almenn erindi

2.2103756 - Grunnskóladeild-stöðumat fyrir ísat nemendur

Farið yfir hlutverk og markmið stöðumats.
Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri á grunnskóladeild, fór yfir breytingar á aðalnámskrá vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku og markmið stöðumats.

Almenn erindi

3.20051188 - Menntasvið-Erasmus styrkur - innleiðing Heimsmarkmið Sþ og menntun til sjálfbærni

Kynning á verkefni.
Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri á grunnskóladeild, gerði grein fyrir verkefni um menntun til sjálfbærni. Þátttakendur í verkefninu eru stjórnendur og kennarar í leik- og grunnskólum. Verkefnið hlaut Erasmus styrk.

Almenn erindi

4.210616387 - Grunnskóladeild-Erasmus styrkur - Hybrid learning communities

Kynning á verkefni.
Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni, gerði grein fyrir verkefni sem hlaut Erasmus styrk og fjallar um rafrænt námsumhverfi.

Almenn erindi

5.2103995 - Aukið frístundastarf barna í viðkvæmri stöðu sumarið 2021

Skýrsla til félagsmálaráðuneytis vegna styrks til þess að auka frístundastarf barna í viðkvæmri stöðu lögð fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2008515 - Menntasvið-viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Farið yfir stöðu mála í grunnskólum í ljósi Covid-19.
Lagt fram.

Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs, vék af fundi kl. 19:05 og Birkir Jón Jónsson tók við fundarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:15.