Menntaráð

94. fundur 15. mars 2022 kl. 17:15 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2103521 - Kársnesskóli - nýtt skólahúsnæði við Skólagerði

Kynning á stöðu byggingar á nýju húsnæði Kársnesskóla.
Nína Baldursdóttir, verkefnastjóri Framkvæmdadeildar kynnti stöðu á byggingu nýs Kársnesskóla.

Almenn erindi

2.1410636 - Frístundadeild-Molinn ungmennahús

Kynning á nýju starfi ráðgjafa ungmenna við Molann ungmennahús.
Andri Þór Lefever, forstöðumaður Ungmennahúss og Linda Sæberg, ráðgjafi í Ungmennahúsi kynntu ný verkefni í húsinu og stöðu nýráðins ráðgjafa þar.

Gestir

  • Amanda K. Ólafsdóttir - mæting: 17:30

Almenn erindi

3.1805378 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Reglur sjóðsins rýndar og tillaga um áherslur sjóðsins í ár lögð fram og val á dómnefnd.
Reglur forvarnarsjóðs og áherslur sjóðsins í ár samþykktar með öllum greiddum atkvæðum og valnefnd kosin. Í nefndinni sitja Margrét Friðriksdóttir, Helgi Magnússon og Ragnhildur Reynisdóttir.

Almenn erindi

4.2101814 - Menntasvið-Menntastefna 2020-2030

Farið yfir aðgerðaráætlun Menntastefnu Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Ingibjörg Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 18:32.

Fundi slitið - kl. 19:15.