Menntaráð

96. fundur 03. maí 2022 kl. 17:15 - 19:10 í Salaskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar skólastjóra Salaskóla, Kristínu Sigurðardóttir, kynningu á áhugaverðu verkefni og höfðinglegar veitingar.

Almenn erindi

1.1712893 - Menntasvið-eftirlit og gæði mötuneyta

Niðurstöður gæðaúttektar á mötuneytum grunnskóla lagðar fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

2.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Lista- og menningarráð samþykkti drög að menningarstefnu Kópavogs þann 6.4. sl. og vísaði henni til umfjöllunar í samráðsgátt og til nefnda og ráða bæjarins.
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leiti nýja Menningarstefnu Kópavogsbæjar með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

3.2109926 - Barnaþing Kópavogs 2021

Minnisblað um framkvæmd og niðurstöður Barnaþings lagt fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.220425339 - Ungmennaráð-Tillögur 2022

Tillögur ungmennaráðs til bæjarstjórnar Kópavogs lagðar fram til upplýsinga.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.22021201 - Kópurinn 2022

Valnefnd leggur fram tillögu um hvaða verkefni í skóla- og frístundastarfi hljóti viðkenningu menntaráðs í ár.
Tillögur valnefndar samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

6.2101814 - Menntasvið-Menntastefna 2020-2030

Máli frestað frá síðasta fundi.
Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:10.