Menntaráð

97. fundur 17. maí 2022 kl. 17:15 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Jón Finnbogason varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deilarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2203372 - Frístundadeild_Sumar 2022

Kynning á sumarstarfi fyrir börn og ungmenni í Kópavogi sumarið 2022.
Arna Margrét Erlingsdóttir, verkefnastjóri á menntasviði kynnti framboð af námskeiðum fyrir börn og ungmenni sumarið 2022.

Almenn erindi

2.2108509 - Tillaga um grænkeravalkost í mötuneytum erindi frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur

Svar við tillögu lagt fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögu um gerð áætlunar um að boðið verði upp á grænkerafæði í gunnskólum.
Um leið og menntaráð fagnar því að börnum verði boðið upp á grænkeramat í öllum grunnskólum Kópavogs beinir ráðið því til leikskólanefndar að vinna einnig að innleiðingu þess í leikskólum bæjarins. Börnum ætti ekki að mismuna eftir skólastigi.

Almenn erindi

3.1805378 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Niðurstöður valnefndar lagðar fram.
Tillaga valnefndar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

4.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn

Fundaráætlun haustannar 2022 lögð fram.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

5.2101814 - Menntasvið-Menntastefna 2020-2030

Máli frestað frá síðasta fundi.
Lokið við að fara yfir aðgerðaáætlun Menntastefnu Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 19:15.