Menntaráð

98. fundur 28. júní 2022 kl. 12:00 - 13:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Sigvaldi Egill Lárusson formaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • María Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1610405 - Erindisbréf menntaráðs

Lagt fram.
Erindisbréf Menntaráðs lagt fram og kynnt ásamt upplýsingum um stjórnsýslu bæjarins.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson - mæting: 12:00

Almenn erindi

2.22067452 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn 2022-2026

Fundaráætlun fyrir haustmisseri 2022 ásamt upplýsingum um skóla- og frístundastarf lagt fram.
Fundaráætlun Menntaráð fyrir haustmisseri 2022 samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

3.2102649 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Minnisblað sviðsstjóra velferðar- og menntasviðs dags. 22.6.2022, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lagt fram.
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leiti að sviðstjórar mennta- og velferðasviðs fái umboð til að ráðstafa framlagi Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu í þágu farsældar barna. Menntaráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 13:00.