Menntaráð

109. fundur 21. febrúar 2023 kl. 17:15 - 18:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Sigvaldi Egill Lárusson formaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Þórarinn Hjörtur Ævarsson aðalmaður
  • Guðrún G Halldórsdóttir
  • Kristgerður Garðarsdóttir
  • Jóhannes Birgir Jensson
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Kynning á Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.
Anna Elísabet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ, kynnti Lýðheilsustefnu.

Menntaráð þakkar fyrir góða kynningu á lýðheilsustefnunni. Ný lýðheilsustefna er í senn bæði framsækin og metnaðarfull. Í markmiðum hennar er sérstaklega getið um holla næringu á starfsstöðvum. Í fyrri lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar kemur fram mjög skýr vilji bæjarstjórnar að gera morgunmat aðgengilegan fyrir alla í skólum bæjarins. En þar segir í öðru markmiði hennar “M-2 Stuðla að neyslu hollrar fæðu Stuðla að betra aðgengi að hollri fæðu í húsnæði og á viðburðum bæjarins. Morgunmatur í skólum gerður aðgengilegur fyrir alla og unnið að aðgerðum til að sporna við matarsóun.
Um leið og menntaráð fagnar nýrri lýðheilsustefnu er rétt að kanna hvernig til hefur tekist við innleiðingu á fyrri stefnu. Menntaráð felur menntasviði að fylgja eftir þessu ákvæði lýðheilsustefnunnar og kanna hvort skólar í Kópavogi hafi ekki morgunmat aðgengilegan fyrir alla. Einnig vill menntaráð beina því til leikskólanefndar að morgunmatur sé þar gerður aðgengilegur fyrir alla. Börnum ætti ekki að mismuna eftir skólastigi.

Almenn erindi

2.2212548 - Skemmtilegri grunnskólalóðir

Endurmat á grunnskólalóðum ásamt tillögu að framkvæmdum á þeim sumarið 2023 lagt fram.
Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri, kynnti vinnubrögð við eftirlit með skólalóðum og skipulag framkvæmda. Menntaráð þakkar góða kynningu.

Menntaráð samþykkir einróma fyrir sitt leiti tillögu að framkvæmdum á skólalóðum 2023.

Almenn erindi

3.2101724 - Menntasvið-matsrannsókn, spjaldtölvur

Drög að skýrslu vegna matsrannsóknar á innleiðingu spjaldtölva lögð fram til rýni.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.2212624 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Reglur um Fovarnarsjóð Kópvogs lagðar fram til rýni ásamt tillögu að áherslum sjóðsins og skipulagi árið 2023.
Reglur um Forvarnarsjóð Kópavogs, samþykktar einróma með
áorðnum breytingum.

Valnefnd forvarnarsjóðs, skipuð af Jónasi Hauk Einarssyni, Jóhannesi Birgi Jensyni og Donata H.Bukowska. Til vara Hanna Carla Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Karen Rúnarsdóttir.

Almenn erindi

5.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2023

Fundargerð 128. fundar íþróttaráðs lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2023

Fundargerð 149. fundur leiksskólanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:50.