Menntaráð

110. fundur 07. mars 2023 kl. 17:15 - 19:30 í Kársnesskóla
Fundinn sátu:
  • Sigvaldi Egill Lárusson formaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Þórarinn Hjörtur Ævarsson aðalmaður
  • Guðrún G Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar skólastjóra Kársnesskóla, Björgu Baldursdóttur áhugaverða kynningur og góðar veitingar.

Almenn erindi

1.2103521 - Kársnesskóli - nýtt skólahúsnæði við Skólagerði

Kynning á nýrri byggingu Kársnesskóla við Skólagerði.
Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs, kynnti aðdraganda, hönnun og stöðu nýrrar byggingar Kársnesskóla við Skólagerði.

Gestir

  • Stefán L Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 17:15
  • Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla - mæting: 17:15

Almenn erindi

2.1902693 - Menntasvið-Ytra mat á frístundastarfi

Niðurstöður ytra mats Demantabæjar, frístundar og Jemen, félagsmiðstöðvar við Lindaskóla kynntar ásamt umbótaáætlunum.
Amanda k. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar og Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri á grunnskóladeild kynntu niðurstöður ytra mats ásamt umbótaáætlunum.

Umbótaáætlun félagsmiðstöðvarinnar Jemen og frístundarinnar Demantabæjar í Lindaskóla samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

3.2101724 - Menntasvið-matsrannsókn, spjaldtölvur

Vinnuferli við gerð umbótaáætlunar lögð fram til umræðu.
Vinnuferli við gerð umbótaáætlunar í kjölfar matsrannsóknar á innleiðingu spjaldtölva samþykkt einróma með áorðnum breytingum.

Almenn erindi

4.2303310 - Hörðuvallaskóli

Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.