Menntaráð

113. fundur 02. maí 2023 kl. 17:15 - 19:10 í Salaskóla
Fundinn sátu:
  • Sigvaldi Egill Lárusson formaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Þórarinn Hjörtur Ævarsson aðalmaður
  • Guðrún G Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson, aðalmaður boðaði forföll og Karen Rúnarsdóttir vara foreldrafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Kristínu Sigurðardóttur skólastjóra Salaskóla fyrir kynningu á skólastarfinu og góðar veitingar á fundi.

Almenn erindi

1.2209045 - Grunnskóladeild-Askurinn kennsluhugbúnaður

Staða innleiðingar á verkefni í grunnskólum Kópavogs kynnt.
Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs og Tinna Björk Pálsdóttir, kennari og ráðgjafi Ásgarðs kynntu vinnubrögð við innleiðingu á Askinum - Námsgagnatorgi Kópvogsbæjar.

Almenn erindi

2.23012233 - Kópurinn 2023

Tillögur valnefndar menntaráðs um verkefni sem hljóti Kópinn 2023 lagðar fram.
Menntaráð samþykkir tillögu valnefndar með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

3.2212624 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Tillögur valnefndar menntráðs um verkefni sem hljóti styrk úr forvarnarsjóði 2023 lagðar fram.
Menntaráð samþykkir tillögu valnefndar með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

4.2304990 - Okkar skóli

Minnisblað lagt fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.2101814 - Menntasvið-Menntastefna 2020-2030

Umræða um mælikvarða fyrir menntastefnu.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2210415 - Menntasvið-Fundargerðir íþróttaráðs 2022 -2023

Fundargerðir frá 129. 130. og 131. fundi íþróttaráðs lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.

Almenn erindi

7.2210417 - Menntasvið-Fundargerðir leikskólanefndar 2022-2023

Fundargerðir frá 150. fundi leikskólanefndar lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.