- Íbúar
- Leikskólaaldur Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Sorp og endurvinnsla
- Samgöngur
- Útivist
- Heilbrigðiseftirlit og dýrahald
- Vatnsveita
- Umhverfisviðurkenningar
- Vorhreinsun
- Garðlönd
- Kópavogshöfn
- Miðbær í mótun
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fundarhlé kl. 17:49. Fundi fram haldið kl. 18:20.
Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Thors Einarsson, Hjördís Einarsdóttir og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir; fulltrúar meirihluta í menntaráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti menntaráðs fagnar því að farið sé af stað í tilraunaverkefni sem eflir sjálfstæði skóla í fjármálastjórnun og rekstri grunnskóla. Sjálfstæði skólastjórnenda er grundvöllur fyrir sveigjanleika í ráðstöfun fjármuna, sem stuðlar að markvissari nýtingu fjárheimilda í þágu náms og kennslu.
Við fjármálastjórnun hvers grunnskóla í Kópavogi, hefur skólastjóri skýrt hlutverk í fjármálalegum ákvörðunum innan ramma fjárhagsáætlunar. Það felur meðal annars í sér ábyrgð á innkaupum, og ráðningum starfsfólks. Með því að treysta skólastjórnendum til að vinna sjálfstætt og ábyrgðarfullt í þessum þáttum, skapast sterkara faglegt umhverfi í skólasamfélaginu.
Meirihluti menntaráðs lítur á þetta sem lykilþátt í því að tryggja hámarksáhrif við ráðstöfun fjármagns sem er varið til rekstrar grunnskóla. Mikilvægt er að standa vörð um sjálfstæði skóla og veita skólastjórnendum stuðning til að nýta það á árangursríkan hátt.
Meirihluti menntaráðs styður fyrir sitt leyti umrætt tilraunaverkefni til aukins sjálfstæðis í rekstri grunnskóla og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði"
Donata Bukowska, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Tryggvi Felixson og Einar Örn Þorvarðarson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð, fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Pírata, tökum undir hugmyndir sem lúta að því að auka frelsi skólastjóra til þess að færa fjármagn á milli ára. Hins vegar telja undirrituð að það vanti nánari greiningu með tillögunni - hvernig þróun áramótauppgjörs skólanna hefur verið undanfarin ár, og greiningu á kostum og göllum sem fylgja þeirri breytingu sem lögð er til."