Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

1. fundur 30. ágúst 2019 kl. 09:30 - 11:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Ingveldur Jónsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Ragnar Smárason aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir Deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Dagskrá
Í upphafi fundar kynnti formaður erindibréf ráðsins og deildarstjóri kynnti þjónustu- og ráðgjafadeild fatlaðra.

Almenn mál

1.1901896 - Endurskoðun á reglum í ferðaþjónustu

Drög að reglum í ferðaþjónustu lögð fram til umsagnar
Notendaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti en gerir eftirfarandi athugsemdir við orðalag í 1. og 2. mgr. 2. gr. reglna og 3. mgr. 5. gr. reglna:

Í 1. gr. gerði notendaráð athugasemdir við eftirfarandi orðalag

Ferðir til og frá vinnu, skóla og hæfingu ganga fyrir öðrum ferðum og skulu þær ferðir vera að hámarki 44 ferðir í mánuði. Ferðir til annarra erinda verða ekki fleiri en 24 í mánuði. Ferð er skilgreind í reglum þessum sem akstur milli tveggja staða en ekki akstur fram og til baka. Miðað er við að ferðir verði ekki fleiri en 68 í mánuði.

Lagt er til að í stað þess standi:

Fjöldi ferða fer eftir samkomulagi umsækjenda og þjónustudeildar fatlaðra.

Í 5. gr. reglna gerði notendaráð athugasemdir við eftirfarandi orðalag.

Mikilvægt er að farþegar séu tilbúnir til brottfarar í anddyri brottfararstaðar á tilsettum tíma. Ætlast er til þess að viðkomandi komist án aðstoðar út í bílinn en í undantekningartilvikum skal bílstjóri veita farþega þá aðstoð.

Lagt er til að í stað þess standi:
Mikilvægt er að farþegar séu tilbúnir til brottfarar í anddyri brottfararstaðar á tilsettum tíma. Sé ástæða til til aðstoðar bílstjóri farþega til og frá anddyri.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.1909036 - Beiðni um umsögn notendaráðs fatlaðs fólks

Umsókn NPA miðstöðvar um starfsleyfi lögð fram til umsagnar.
Notendaráð samþykkir umsókn NPA miðstöðvarinnar um starfsleyfi fyrir sitt leyti

Fundi slitið - kl. 11:00.