Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

4. fundur 12. nóvember 2020 kl. 11:00 - 12:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir Deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Dagskrá

Almenn mál

1.2011141 - Fyrirspurn frá fulltrúa í notendaráði í málefnum fatlaðra - ferlimál

Fyrirspurn fulltrúa í notendaráði. Lagt fram til umræðu

Notendaráð fatlaðs fólks brýnir fyrir umhverfissviði að bæta úr aðgengismálum í bænum og að hugað verði sérstaklga að niðurtektum á kantbrúnum sem ekki mega vera hærri en 2 cm skv. reglum vegagerðarinnar. Einnig þarf að gæta að því að halli á niðurtektum sé ekki of mikill sbr. reglur vegagerðarinnar.

Notendaráð fatlaðs fólks fer fram á að gerð verði óháð úttekt á aðgengismálum í bænum. Málinu vísað til úrlausnar.

Notendaráð fatlaðs fólks bendir á mikilvægi þess að hugað sé að hálkuvörnum og snjómokstri sérlega m.t.t. almennissamganga og gönguleiða skólabarna.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.2010127 - Reglur um NPA - aðstoðarverkstjórn

Reglur um NPA - aðstoðarverkstjórn. Óskað eftir umsögn notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.
Notendaráð fatlaðs fólks samþykkir fyrir sitt leiti útreikninga á aðstoðarverkstjórn.

Fulltrúar ÖBÍ samþykkja útreikninga um aðstoðarverkstjórn í NPA, með fyrirvara um að takmörkun á fjölda samninga sem gert er ráð fyrir í reglum um NPA er ekki í samræmi við lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Það kemur skýrt fram í lögunum að sveitarfélög bera ábyrgð á að veita þeim NPA þjónustu sem þess þurfa.
Bráðabirgðaákvæðið í lok laganna var hugsað til þess að liðka fyrir innleiðingu þjónustunnar en átti aldrei að vera takmarkandi.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

3.2004432 - Reglur um styrki til náms-, verkfæra og tækjakaupa skv. 25. gr.

Reglur um styrki til verkfæra- og tækjakaupa skv. 25 gr. laga. Óskað eftir umsögn notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks um reglurnar
Notendaráð fatlaðs fólks samþykkir fyrir sitt leiti reglur um styrki til náms-, verkfæra og tækjakaupa skv. 25. gr.laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Fundi slitið - kl. 12:30.