Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

5. fundur 19. janúar 2021 kl. 15:00 - 16:50 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir Deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Dagskrá

Almenn mál

1.2011123 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra vísað til umsagnar í notendaráði í málefnum fatlaðs fólks
Notendaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og lítur svo á að þær séu til bóta. Notendaráð leggur áherslu á mikilvægi upplýsingagjafar til notenda

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir - mæting: 15:00

Almenn mál

2.2101300 - Fyrirspurn um óafgreidda NPA samninga

Fyrirspurn frá Ingveldi Jónsdóttur nefndarmanni um hversu margar óafgreiddar beiðnir um NPA aðstoð liggja fyrir hjá bænum og hefur einhverjum verið hafnað og af hvaða ástæðum?
Starfsmanni í notendaráði er gert að afla umbeðinna upplýsinga.

Almenn mál

3.2011141 - Fyrirspurn frá fulltrúa í notendaráði í málefnum fatlaðra - ferlimál

Lagt fram svar umhverfissviðs við fyrirspurn frá Ingveldi Jónsdóttur nefndarmanni um frágang á niðurtektum gangstétta frá 12.11.2020.
Notendaráð þakkar tilsvör starfsmanns umhverfissviðs þar sem fram kemur í texta að ýmissa úrbóta sé þörf. Í framhaldi óskar notendaráð eftir að fulltrúi umhverfissvið kynni þau verkefni fyrir ráðinu.


Fundi slitið - kl. 16:50.