Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

6. fundur 17. mars 2021 kl. 15:00 - 17:40 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir Deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2012447 - Reglur um akstursþjónustu fatlaðra fyrir börn að 16 ára aldri

Reglur um akstursþjónustu fatlaðra fyrir börn að 16 ára aldri lagðar fram til umsagnar. Menntaráð vísaði reglunum til umsagnar notendaráðs á fundi sínum þann 2.2.2021.
Notendaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Notendaráð hvetur til samráðs við notendur og að gerðar séu reglulegar þjónustukannanir meðal allra notenda ferðaþjónustunnar. Notendaráð hvetur jafnframt til notkunar á tækni og að skráningar og vistun gagna sé í samræmi við persónuverndarlög og að eftirlit með 3 aðila í þessum efnum sé fullnægjandi. Einnig hvetur notendaráð til þess að heildar þjónustan verði aðlöguð með það að markmiði að veita nútímalega og aðgengilega þjónustu fyrir notendur og er þar sérstaklega átt við leiðir til að panta og fylgjast með þjónustu í samræmi við nútíma tækni, td í appi sem sviptar til þess sem strætó og Uber nýta. Notendaráð bendir á að mikilvægt sé að foreldrar geti bæði pantað, haldið utan um og fylgst með ferðum barna sinna, sýnt staðsetningu í rauntíma líkt og í þeirri þjónustu sem strætó býður upp á. Þetta stuðlar að öryggi, betri nýtingu og tekur á kvíða sem notenda og foreldra. Notendaráð vill benda á að í boði þurfa að vera fleiri leiðir til að panta þjónustuna og halda utan um hana sem henta fólki með mismunandi þarfir, aðgengi og þekkingu, leiðir umfram þá þá þjónustu sem veitt er í dag ss. að hringja inn í símaver, bíða og vona að pöntunin hafi farið rétt í gegn, ekki vita af seinkunum, hvort aðrir verði í bílnum ect.



Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.1901639 - Endurskoðun á reglum um NPA

Endurskoðum á reglum um NPA. Vísað til umsagnar notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.
Notendaráð samþykkir tillögu að breytingu á reglum um NPA fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum gegn einu atkvæði Hákonar Helga Leifssonar. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Ingveldur Jónsdóttir sitja hjá.

Almenn mál

3.2103593 - Hamraborg - aðgengi fyrir hreyfihamlaða í tengslum við framkvæmdir

Fyrirspurn frá nefndarmanni um aðgengismál í Hamraborg vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Bjarki Valberg kynnti tillögu um hvernig aðgengismálum í og við Hamarborg verðí háttað á framkvæmdartíma. Notendaráð þakkar Bjarka fyrir greinargóðar upplýsingar og telur nauðsynlegt að íbúar svæðisins fái samskonar kynningu.

Gestir

  • Bjarki Valberg - mæting: 15:00

Almenn mál

4.2103516 - Viðurkenning fyrir gott aðgengi

Tillaga frá nefndarmanni um að bærinn veiti viðurkenningu fyrir gott aðgengi. Lagt fram til umræðu.
Notendráð telur mikivægt að vekja athygli á aðgengismálum með því að veita viðurkenningu fyrir gott aðgengi. Starfsmanni ráðsins er falið að útbúa erindi til bæjarráðs og óska hugmyndinni brautargengis.

Almenn mál

5.2011141 - Fyrirspurn frá fulltrúa í notendaráði í málefnum fatlaðra - ferlimál

Fyrirspurn um ferlimál
Birkir gerði grein fyrir niðurtektum á gangstéttum í Kópavogi og þakkar notendaráð honum fyrir góða kynningu. Eins og kemur fram þá eru brúnir á gönguleiðum víða allt of háar. Notendaráð telur mikilvægt að umhverfissvið kostnaðarmeti og setji fram áætlun um úrbætur og vísar málinu til umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd og til velferðarráðs.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 15:45

Fundi slitið - kl. 17:40.