Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

9. fundur 11. apríl 2022 kl. 09:00 - 10:25 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Baldur Þór Baldvinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustudeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn mál

1.2204267 - Fyrirspurn um snjómokstur á skólalóðum

Fyrirspurn frá nefndarmanni um snjómokstur á skólalóðum.
Deildarstjóri gatnadeildar fór yfir skipulag vetrarþjónustu í bæjarfélaginu og hugmyndir að breytingum á þjónustu við stofnanalóðir í kjölfar óvenju mikillar ófærðar undanfarna mánuði.

Notendaráð þakkar fyrir góða yfirferð og fagnar því að taka eigi mokstur á stofnanalóðum föstum tökum.

Gestir

  • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:00

Almenn mál

2.2106583 - Leiðbeiningar til sveitarfélaga um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

Fyrirspurn frá nefndarmanni um eftirskólaúrræði fyrir framhaldsskólanemendur í Kópavogi - staða mála
Deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar fatlaðra kynnti stöðu mála.

Notendaráð leggur áherslu á að eftirskólaúrræði fyrir framhaldsskólanemendur verði fundinn framtíðarstaður í bæjarfélaginu hið fyrsta. Uppbygging og þróun úrræðisins þarf að byggja á faglegri samvinnu á milli sviða og bjóða þarf upp á samfellu í þjónustu á milli aldursstiga, allan ársins hring.

Almenn mál

3.2103593 - Hamraborg - aðgengi fyrir hreyfihamlaða í tengslum við framkvæmdir

Erindi frá íbúum, dags. 6.4.2022 lagt fram til afgreiðslu.
Lagt var fram erindi íbúa með ósk um stuðning notendaráðs við að tryggja að ekki verði ráðist í framkvæmdir á svæðinu nema áður verði fundin lausn á aðgengis- og bílastæðamálum fatlaðs fólks á svæðinu.

Einnig var í erindinu sett fram hugmynd/ósk um uppkaup íbúða í Fannborginni. Notendaráð telur sig ekki hafa umboð til að fjalla um fasteignakaup, þannig að þeim hluta erindisins er vísað til bæjarritara til umsagnar.

Notendaráð hefur skilning á áhyggjum íbúa af aðgengi að heimili sínu á framkvæmdatíma.
Taka þarf af allan vafa um merkingu eftirfarandi klausu í bréfi Kópavogsbæjar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem segir:
“Kópavogsbær telur ekki vera fyrir hendi annmarka á framkvæmdartíma þó svo að einhverjar raskanir og ónæði muni fylgja framkvæmdum. Þá verður ekki séð að ef einhverjir annmarkar væru fyrir hendi á framkvæmdartíma gæti það eitt og sér leitt til ógildingar á deiliskipulaginu.?

Bæjarstjórn hefur tekið afgerandi afstöðu til málsins samanber bókun 1238. fundar frá 25.maí 2021, sem var ítrekuð 14.desember sama ár:
"Að gefnu tilefni áréttar bæjarstjórn að aðgengi íbúa að bílastæðum, þar með talið bílastæðum fyrir hreyfihamlaða, verður tryggt á framkvæmdatíma."

Aukinheldur skal það áréttað að byggingarfulltrúa er það skylt að tryggja aðgengi í samræmi við byggingarreglugerð.

Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi notendaráðs, sem haldinn verður í maí.

Fundi slitið - kl. 10:25.