Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

10. fundur 03. maí 2022 kl. 12:00 - 13:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson aðalmaður
  • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir Deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2204193 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu

Drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu fyrir fullorðið fólk lagðar fram til umsagnar.
Velferðarráð vísaði drögunum til umsagnar notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks og öldungaráðs á fundi sínum þann 11.4.2022.
Notendaráð lítur jákvætt á reglurnar og samþykkir þær fyrir sitt leiti. Notendaráð leggur áherslu á að sveitarfélagið hafi frumkvæði að því að upplýsa notendur um réttindi sín.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir - mæting: 12:00

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.220426718 - Varamenn boðaðir sem áheyrnarfulltrúar

Umræða um kosti og galla þess að boða varamenn á fundi ráðsins að beiðni Ingveldar Jónsdóttur
Notendaráð leggur til að umræða um að boða varamenn á fundi notendaráðs verði vísað til forsætisnefndar til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 13:30.