Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

11. fundur 22. september 2022 kl. 16:00 - 18:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
 • Björg Baldursdóttir formaður
 • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
 • Magnús Þorsteinsson aðalmaður
 • Ingveldur Jónsdóttir
 • Axel Þór Eysteinsson
 • Salóme Mist Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
 • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Dagskrá
Formaður fór yfir erindisbréf notendaráðs.
Ingveldur Jónsdóttir var kosin varaformaður ráðsins.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Kynning á heildarstefnu Kópavogs og innleiðingu hennar.

Kynning á drögum að loftlagsstefnu Kópavogs. Óskað er eftir umsögn notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks
Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri kynnti vinnu við innleiðingu mótunar heildarstefnu Kópavogsbæjar. Notendaráð þakkar góða kynningu.

Encho P. Stoyanov verkefnastjóri kynnti drög að loftlagsstefnu Kópavogs. Notendaráð fatlaðs fólks þakkar Encho fyrir góða kynningu og gerir engar athugasemdir við drögin.

Notendaráð leggur áherslu á að hugað verði að aðgengismálum fatlaðs fólks samhliða innleiðingu á vistvænum ferðamáta. Huga þarf að snjómokstri og öðrum hindrum á gönguleiðum t.d. kyrrstæðum hlaupahjólum og reiðhjólum. Notendaráð kallar eftir að leyfisskyldir aðilar með vistvæn farartæki s.s. hlaupahjól og rafmagnshjól setji reglur um frágang þeirra þannig að aðgengi fatlaðs fólks sé tryggt. Einnig kallar notendaráð eftir vistvænum ferðamáta fyrir fatlað fólk.

Gestir

 • Auður Finnbogadóttir - mæting: 16:00
 • Encho Plamenov Stoyanov - mæting: 16:00

Almenn mál

2.2103593 - Hamraborg - aðgengi fyrir hreyfihamlaða í tengslum við framkvæmdir

Fyrirspurn frá nefndarmanni um aðgengismál á framkvæmdartíma.
Hvenær má vænta þess að framkvæmdaraðili skili af sér löglegri tillögu til bæjarstjórnar sem hægt er að taka afstöðu til? Notendaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að óvissu íbúa sé eytt.

Notendaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs.

Almenn mál

3.2209579 - Fannborg 2. Fyrirspurn frá fulltrúa í Notendaráði

Fyrirspurn frá nefndarmanni um stöðu Fannborgar 2, húsnæðis sem nýtt er undir starfsemi eftirskólaúrræðis fyrir fatlaða menntaskólanema
Notendaráð leggur áherslu á að fundið verði hentugt framtíðarhúsnæði fyrir eftirskólaúrræði fatlaðra framhaldsskólanemenda hið fyrsta.

Notendaráð óskar eftir kynningu frá menntasviði um starfsemi Hrafnsins.

Almenn mál

4.2204335 - Hjalti Steinþórsson lögmaður - erindi til notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fyrirspurn frá nefndarmanni um stöðu mála vegna mögulegra uppkaupa á íbúðum í Fannborg. Notendaráð vísaði erindinu til umsagnar bæjarritara á fundi þann 11.4.2022
Á fundi notendaráðs var lagt fram svarbréf bæjarritara dags. 19.9.2022.

Fundi slitið - kl. 18:00.