Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

12. fundur 12. desember 2022 kl. 16:15 - 17:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Magnús Þorsteinsson aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir
  • Axel Þór Eysteinsson
  • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustudeild fatlaðra
Dagskrá
Fundur notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks er sameiginlegur með velferðarráði Kópavogs.

Almenn mál

1.2212352 - Frístundaþjónusta fyrir fötluð börn og ungmenni

Kynning á frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Hrafninum og Höfuð-borginni á sameiginlegum fundi velferðarráðs og notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.
Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur forstöðumanni Hrafnsins og Brynhildi Bergmann Kjartansdóttur forstöðumanni Höfuð-Borgarinnar er þakkað fyrir greinargóða kynningu á frístundarstarfi fyrir börn og ungmenni.

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks leggur áherslu á að starfsemi Höfuð-Borgarinnar verði fundið framtíðarhúsnæði sem hentar starfseminni.

Gestir

  • Ásgerður Stefanía Baldursdóttir - mæting: 16:15
  • Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir - mæting: 16:15

Almenn mál

2.2212353 - Yfirferð á heimasíðu bæjarins

Fulltrúum í velferðarráði og notendaráði í málefnum fatlaðs fólks boðið að rýna þær undirsíður þar sem þjónusta velferðarsviðs er kynnt á heimasíðu bæjarins með áherslu á þjónustu við fatlað fólk sbr. minnisblað verkefnastjóra dags. 8.12.2022.
Notendaráð leggur áherslu á að fulltrúar í ráðinu kynni sér vel heimasíðu bæjarins og undirsíður hennar þar sem lögð er áhersla á þjónustu við fatlað fólk. Fulltrúar skila athugasemdum til Jóhönnu Lilju Ólafsdóttur verkefnisstjóra á netfangið johannalilja@kopavogur.is fyrir 15. janúar nk.

Fundi slitið - kl. 17:15.