Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

13. fundur 30. maí 2023 kl. 15:30 - 17:22 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Magnús Þorsteinsson aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir
  • Axel Þór Eysteinsson
  • Salóme Mist Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Frá jafnréttis- og mannréttindaráði er drögum að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs vísað til umsagnar notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.
Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks gefur drögum að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs mjög jákvæða umsögn að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum.

Gestir

  • Auður Birgisdóttir, lögfræðingur - mæting: 15:38

Almenn mál

2.23031844 - Kynning á skipulagi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir nýtt skipulag velferðarsviðs sem tók gildi 1. febrúar 2023.
Lagt fram.

Almenn mál

3.23051835 - Tillaga að ályktun vegna ákvæða byggingareglugerðar frá fulltrúa í notendaráði

Með tölvupósti dags. 1. maí 2023 óskaði Ingveldur Jónsdóttir fulltrúi í notendaráði eftir því að eftirfarandi tillaga að ályktun notendaráðs yrði lögð fyrir fund ráðsins ásamt greinargerð.



"Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi krefst þess að ákvæði um hámarks fjarlægð milli bílastæða hreyfihamlaðra og inngangs húss verði sett aftur inn í byggingareglugerð þegar í stað."
Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi krefst þess að ákvæði um hámarks fjarlægð milli bílastæða hreyfihamlaðra og inngangs húss verði sett aftur inn í byggingareglugerð þegar í stað.

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks hvetur bæjaryfirvöld í Kópavogi til fara að ákvæði um hámarks fjarlægð milli bílastæða hreyfihamlaðra og inngangs húss þrátt fyrir að ákvæðið um hámarksfjarlægð hafi fallið úr byggingarreglugerð með breytingum dags. 3. maí 2016.

Almenn mál

4.23052163 - Aðgengismál um þveranir gatna til notendaráðs fatlaðs fólks frá íbúa Kópavogs

Erindi frá íbúa Kópavogsbæjar um aðgengismál í Kópavogi dags. 29. maí 2023 lagt fram til kynningar og umræðu.
Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks bókaði á fundi sínum þann 12.11.2020 um sama mál og vekur aftur athygli á að huga þarf betur að niðurtektum á gönguþverunum í Kópavogsbæ.

Almenn mál

5.22067459 - Fréttir af vettvangi velferðarmála

Sviðsstjóri segir fréttir af vettvangi velferðarmála.

Fundi slitið - kl. 17:22.