Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

14. fundur 13. desember 2023 kl. 16:15 - 18:19 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Heiðdís Geirsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Magnús Þorsteinsson aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir varaformaður
  • Salóme Mist Kristjánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Frímann Sigurnýasson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Kristján Rögnvaldsson starfsmaður velferðarsviðs
  • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Kristján Rögnvaldsson skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2204193 - Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu

Drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu lögð fram til kynningar og umræðu ásamt minnisblaði verkefnastjóra dags. 6.12.2023 og tilgreindum fylgiskjölum.
Notendaráð samþykkir framlögð drög að reglum fyrir sitt leyti. Notendaráð lýsir yfir áhyggjum af ákvæði í b. lið 3. gr. reglna um stuðningsþjónustu þar sem fjallað er um aðkomu annarra heimilismanna að heimilishaldi. Tryggja þarf að álag á heimilismenn umsækjenda sé ekki of mikið. Óskað er eftir að starfsfólk Velferðarsviðs skoði orðalagsbreytingar á þessu ákvæði.

Almenn mál

2.23111425 - Kynning á skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar

Kristín Þyri Þorsteinsdóttir kynnir starf skrifstofustjóra þjónustu og sértækrar ráðgjafar.
Notendaráð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir ánægju með nýtt skipulag velferðarsviðs sem virðast vera til bóta.

Almenn mál

3.2310566 - Kynning frá skrifstofu starfsstöðva og þróunar

Jón Kristján Rögnvaldsson kynnir starf skrifstofustjóra starfsstöðva og þróunar.
Notendaráð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir ánægju með nýtt skipulag velferðarsviðs sem virðast vera til bóta.

Almenn mál

4.2312349 - Skipulag notendaráðs

Skipulag notendaráðs um málefni fatlaðs fólks og tillaga að fundum fyrir árið 2024.
Notendaráð samþykkir framlagt skipulag.

Fundi slitið - kl. 18:19.