Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

21. fundur 19. júní 2025 kl. 16:15 - 17:25 í Vallakór 4
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Signý Sigurrós Skúladóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sólveig Guðrún Pétursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Ingveldur Jónsdóttir varaformaður
  • Salóme Mist Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Kristján Rögnvaldsson starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Jón Kristján Rögnvaldsson Starfsmaður nefndar
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2410796 - Fannborgarreitur. Byggingaáform.

Umræður um drög lóðarhafa að byggingaáformum á Fannborgarreit, sem kynnt voru á fundi ráðsins þann 3. júní sl.
Notendaráð leggur áherslu á að tryggja þurfi hagsmuni og aðgengi hreyfihamlaðra íbúa á framkvæmdatíma, m.a. aðgengi að bílastæðum hreyfihamlaðra og að tryggja að aðgengi sé í samræmi við gildandi byggingarreglugerð.

Thelma B. Árnadóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Vina Kópavogs:
"Aðgengismál við Fannborgarreit eru ófullnægjandi á framkvæmdatíma. Af gögnum að dæma, frá Örugg vekfræðistofu, tekst ekki að sýna fram á að aðgengismál fatlaðra og hreyfihamlaðra séu fullnægt með tilliti til 25 metra reglunnar."

Gestir

  • Auður Dagný Kristinsdóttir - mæting: 16:15
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir - mæting: 16:15

Fundi slitið - kl. 17:25.