Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

22. fundur 06. október 2025 kl. 16:15 - 18:15 í Vallakór 4
Fundinn sátu:
  • Ingveldur Jónsdóttir varaformaður
  • Heiðdís Geirsdóttir varamaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Salóme Mist Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Kristján Rögnvaldsson starfsmaður velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Jón Kristján Rögnvaldssom Starfsmaður nefndar
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2508695 - Reglur um akstursþjónustu leik- og grunnskólabarna

Á fundi sínum þann 2. september s.l. vísaði menntaráð drögum að reglum um akstursþjónustu leik- og grunnskólabarna til umsagnar í Notendaráði í málefnum fatlaðs fólks.
Notendaráð þakkar kynningu á drögum að breytingum á reglum um akstursþjónustu leik- og grunnskólabarna í Kópavogi. Notendaráð hefur engar athugasemdir.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.2509095 - Reglur um notendasamninga

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði á fundi sínum þann 8. september s.l. til notendaráðs um málefni fatlaðs fólks drögum að nýjum reglum Kópavogsbæjar um notendasamninga ásamt minnisblaði skrifstofustjóra dags. 2.9.2025.
Notendaráð þakkar kynninguna á drögum að nýjum reglum Kópavogsbæjar um notendasamninga og gerir engar athugasemdir.

Almenn mál

3.25081357 - Skipulag velferðarsviðs

Lagt fram til kynningar minnisblað skrifstofustjóra dags. 21.8.2025 um breytingar á skipulagi velferðarsviðs.
Notendaráð þakkar kynningu á breytingum á skipulagi velferðarsviðs.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.2509855 - Athugasemdir og fyrirspurn vegna framkvæmda á Fannborgarreit

Erindi sett á dagskrá að beiðni Kolbeins Reginssonar fulltrúa Vina Kópavogs, vegna fyrirspurnar ÖBÍ um vegalengdir frá bílastæðum fyrir hreyfihamlaða að aðalinngangi Fannborgar 1-9 og Digranesvegar 5 á hverjum framkvæmdafasa fyrir sig.
Erindi ÖBÍ var svarað af hálfu umhverfissviðs Kópavogs 6. október, notendaráð fagnar því að svar hafi borist.

Almenn mál

5.25093780 - Áherslur notendaráðs í fjárhagsáætlun 2026

Mál sett á dagskrá að beiðni Ingveldar Jónsdóttur, fulltrúa ÖBÍ í notendaráðu um málefni fatlaðs fólks, þar sem óskað er eftir umræðu um að fjárhagsáætlun geri ráð fyrir nægu fjármagni til þess að Kópavogsbær getistaðið við lögbundnar skyldur sínar um þjónustu við fatlað fólk.
Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks óskar eftir því að bæjarstjórn horfi til áætlunar velferðarsviðs og veiti fé í samræmi við hana fyrir árið 2026. Nauðsynlegt er að veita lögbundna þjónustu við fatlað fólk og að gert sé ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun bæjarins. Biðlistar eftir þjónustu við fatlað fólk vegna fjárskorts eru óásættanlegir.




Almenn mál

6.25093779 - Ósk Axels Þórs Eysteinssonar fulltrúa Þroskahjálpar um almenna umræðu um stuðningsþjónustu í Kópavogi, afgreiðslu og utanumhald

Mál sett á dagskrá að beiðni Axels Þórs Eysteinssonar, fulltrúa Þroskahjálpar í notendaráði, sem óskar eftir umræðu um liðveislu þjónustu í Kópavogi, afgreiðslu og utanumhald.
Notendaráð fagnar því að verið sé að vinna að því að bæta utanumhald og sveigjanleika stuðnings- og stoðþjónustu og hlakkar til að fá kynningu á málinu á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:15.