Öldungaráð

5. fundur 02. nóvember 2018 kl. 12:00 - 12:54 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildastjóri Frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1807194 - Öldungaráð 2018-2019

Erindisbréf öldungaráðs lagt fram til umræðu, kosning varaformanns öldungaráðs og fundaráætlun öldungaráðs lögð fram.
Farið yfir erindisbréf öldungaráðs.

Kosning varaformanns öldungaráðs. Ráðið kaus Þórarinn Þórinsson sem varaformann ráðsins.

Lögð fram tillaga að fundaráætlun öldungaráðs og hún samþykkt.

Birkir Jón Jónsson mætti á fund kl. 12.19.


Almenn mál

2.1811049 - Frístundadeild-Upplýsingabæklingur eldri borgara í Kópavogi.

Upplýsingabæklingur eldri borgara í Kópavogi kynntur.
Upplýsingabæklingur fyrir eldri borgara Í Kópavogi kynntur og umræða um dreifingu á bæklingnum.

Öldungaráð felur Amöndu K. Ólafsdóttur starfsmanni öldungaráðs að skipuleggja drefingu á upplýsingabæklingi ætluðum eldri borgurum í Kópavogi í samstarfi við Félag eldri borgara í Kópavogi, bæjarfulltrúa og aðra áhugasama.


Almenn mál

3.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Stefnumótun Kópavogsbæjar-Heimsmarkmiðin, markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæraþróun.Yfirmarkmið bæjarstjórnar kynnt.
Dagvistunarúrræði í Kópavogi rætt. Uppbygging hjúkrunarheimilis í Boðaþingi rætt.
Bæjarfulltrúar í öldungaráði lögðu fram eftirfarandi tillögu: ,,Við skorum á Félag eldri borgara í Kópavogi í keppni í boccia."
Næsti fundur öldungaráðs haldinn 17.janúar 2019

Fundi slitið - kl. 12:54.