Öldungaráð

6. fundur 17. janúar 2019 kl. 12:08 - 12:54 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing. Heilsuefling aldraðra.

Niðurstöður viðhorfskönnunar vegna hádegisverðar í félagsmiðstöðvum og heimaþjónustu eldri borgara í Kópavogi lögð fram.
Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar og Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu kynna niðurstöður viðhorfskönnunar fyrir ráðinu og umræða í framhaldi um niðurstöðurnar. Halda áfram viðhorfskönnunum um gæði matarins og þjónustu. Ræddar hugmyndir um að elda á öllum stöðum, þyrfti að skoða og kostnaðargreina. Öldungaráð felur starfsmanni ráðsins að kanna það nánar.

Almenn mál

2.1807194 - Öldungaráð 2018-2019

Ákveða dagsetningu opins fundar öldungaráðs og FEBK.

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, um ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem tóku gildi 1.október 2018.
Ákveðið að halda opinn fund í mars 2019, samhliða aðalfundi FEBK.

Öldungaráð felur starfsmanni ráðsins að fylgja eftir endurskoðun á erindisbréfi öldungaráðs með tilliti til nýrra laga um notendaráð/öldungaráð í samráði við forsætisnefnd.

Almenn mál

3.1811049 - Frístundadeild-Upplýsingabæklingur eldri borgara í Kópavogi.

Upplýsingar um dreifingu á upplýsingabæklingi ætlaður eldri borgurum í Kópavogi.
Starfsmaður öldungaráðs kynnir drög að fyrirkomulagi vegna dreifingar á upplýsingabæklingi ætlaður eldri borgurum í Kópavogi. Í framhaldi sendir starfsmaður út boð og fyrirkomulag á bæjarfulltrúa, FEBK og aðra áhugasama um þegar bæklingnum verði dreift.

Fundi slitið - kl. 12:54.