Öldungaráð

8. fundur 02. maí 2019 kl. 12:05 - 12:30 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri Frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1807194 - Öldungaráð 2018-2019

Opinn fundur FEBK og Öldungaráðs Kópavogs. Yfirferð fundargerðar frá fundinum og almenn umræða.

Kynningarfundur með Öldungaráði Reykjavíkurborgar. Almenn umræða.
Opinn fundur öldungaráðs með FEBK gekk vel og ánægja með fundinn.

Heimsókn Öldungaráðs Kópavogs til Öldungaráðs Reykjavíkurborgar stuttlega kynnt.

Til upplýsinga er erindisbréf Öldungaráðs Kópavogs í skoðun hjá Forsætisnefnd og beðið er eftir umsögn frá lögfræðideild bæjarins.

Umræða um frístundastyrk til eldri borgara og útfærslur ræddar. Frekari umræða á næsta fundi öldungaráðs.

Fundi slitið - kl. 12:30.