Öldungaráð

9. fundur 21. ágúst 2019 kl. 12:00 - 12:42 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn mál

1.1812356 - Greinargerð um dagdvalar- og hjúkrunarrými

Greinargerð deildarstjóra þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra dags. 30. nóv. 2018 lögð fram til upplýsingar.
Öldungaráð leggur áherslu á aukinn fjölda dagdvalarrýma í bæjarfélaginu. Slík úrræði eru forvörn og viðhalda oft á tíðum heilsu og lífsgæðum aldraðra, auk þess sem dagdvalir geta dregið úr innlögnum á hjúkrunarheimili og þar með aukið möguleika aldraðra til að búa á eigin heimili.
Fjölgun dagdvalarrýma er háð fjárveitingu ríkisins en Kópavogsbær leggur til húsnæði. Öldungaráð hvetur því til að markviss greining fari fram á þeim húsnæðiskosti sem nú þegar er í eigu bæjarins, til þess að meta hvort mögulegt sé að fjölga dagdvalarrýmum innan þeirra eininga.
Hlutfall aldraðra í Kópavogi er nú 12,8% og ekkert bendir til annars en að það fari hækkandi á komandi árum. Sveitarfélagið verður að bregðast við þessari þróun með fyrrgreindri áætlun um fjölgun dagdvalarrýma sem og með öflugri og samþættri heimahjúkrun og heimaþjónustu.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.1908441 - Beiðni um umsögn notendaráðs eldra fólks í Kópavogi

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar óskar umsagnar öldungaráðs vegna umsóknar Daga hf um starfsleyfi vegna reksturs félagsþjónustu.
Öldungaráð Kópavogs lítur umsókn Daga hf jákvæðum augum og sér ekkert því til fyrirstöðu að GEF veiti þeim starfsleyfi.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

3.1905602 - Endurskoðun á reglum um akstursþjónustu aldraðra

Óskað er eftir umsögn öldungaráðs um drög að reglum um akstursþjónustu aldraðra.
Öldungaráð lítur reglurnar jákvæðum augum og gerir ekki athugasemdir við þær.
Óskað var eftir yfirliti um nýtingu ferðaþjónustu aldraðra á næsta fundi ráðsins.
Farið var yfir nýtt erindisbréf ráðsins.

Fundi slitið - kl. 12:42.