Öldungaráð

10. fundur 07. nóvember 2019 kl. 12:00 - 13:03 í Félagsmiðstöðinni Boðinn, Boðaþingi 9
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sjöfn Sigþórsdóttir aðalfulltrúi
  • Baldur Þór Baldvinsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir Deildastjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá
Fundurinn hófst á hádegisverði og kynnisferð um þjónustumiðstöð Boðans í Boðaþingi. Fulltrúar öldungaráðs þakka fyrir hlýjar og góðar móttökur.

Almenn mál

1.1910556 - Öldungaráð. Umsagnarbeiðni Gæða- og eftirlitsstofnunar. Starfsleyfisumsókn Sinnum

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar óskar umsagnar öldungaráðs um starfsleyfisumsókn Sinnum.
Öldungaráð Kópavogs lítur umsókn Sinnum jákvæðum augum og sér ekkert því til fyrirstöðu að þau sæki um starfsleyfi.

Almenn mál

2.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Óskað eftir umsögn um jafnréttis- og mannréttindaáætlun bæjarins.
Lagt fram.

Nefndarmenn munu koma athugasemdum og ábendingum við áætlunina til starfsmanna öldungaráðs, sem skila þeim sameinuðum til jafnréttis- og mannréttindanefndar fyrir hönd ráðsins.

Almenn mál

3.19081152 - Öldungaráð 2019-2020

Áskorun bæjarfulltrúa í Öldungaráði Kópavogs til Félags eldri borgara í Kópavogi (FEBK) í keppni í boccia.
Bæjarfulltrúar lögðu fram eftirfarandi bókun: "Við skorum á Félag eldri borgara í Kópavogi í keppni í boccia".
Starfsmönnum ráðsins var falið að útfæra mótið í samstarfi við FEBK.

Almenn mál

4.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar

Drög að samgöngustefnu Kópavogsbæjar lögð fram til umsagnar.
Nefndarmenn munu koma athugasemdum og ábendingum við áætlunina til starfsmanna öldungaráðs, sem skila þeim sameinuðum til umhverfisfulltrúa fyrir hönd ráðsins.

Almenn mál

5.1911147 - Kynning á stöðu innleiðingar heimsmarkmiða

Verkefnastjóri stefnumótunar kynnti stöðu mála.

Fram kom tillaga um að ræða heimsmarkmiðin á opnum fundi öldungaráðs vorið 2020.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri - mæting: 12:45

Fundi slitið - kl. 13:03.