Öldungaráð

14. fundur 29. október 2020 kl. 13:00 - 14:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn mál

1.2006215 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020. Styrkur félagsmálaráðuneytis

Skýrsla um aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 lögð fram til upplýsinga.
Lagt fram. Öldungaráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og hvernig til tókst.Von er um að hægt sé að halda verkefninu áfram næsta sumar.

Almenn mál

2.1906388 - Heilsuefling eldri borgara

Kynning á heilsueflingar verkefni eldri borgara í Kópavogi.
Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjóri kynnti verkefnið Virkni og Vellíðan í Kópavogi. Öldungaráð þakkar Evu Katrínu fyrir góða kynningu og lýsir jafnframt yfir mikilli ánægju með verkefnið og ánægjulegt að sjá hversu margir hafa skráð sig.

Gestir

  • Eva Katrín Friðgeirsdóttir - mæting: 12:10

Almenn mál

3.1911750 - Reglur um ferðaþjónustu aldraðra í Kópavogi

Velferðarráð vísaði tillögum að breyttum reglum um ferðaþjónustu aldraðra til umsagnar öldungaráðs.
Öldungaráð leggur til að fyrsta tillaga verði valin, bæði hvað varðar fjölda ferða og gjaldskrá. Í því felst að fjöldi ferða verði áfram 16 á mánuði, en heimild til að veita fleiri ferðir verði rýmkuð að undangengnu félagslegu mati á aðstæðum umsækjenda. Til viðbótar við óbreytta gjaldskrá leggur ráðið til að unnt verði að óska eftir lækkun gjalds fyrir umfram ferðir, á grundvelli félagslegs mats.

Almenn mál

4.2009113 - Öldungaráð 2020-2021

Fundaráætlun öldungaráðs 2020-2021 lögð fram til samþykktar.
Fundaráætlun öldungaráðs lögð fram og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:00.