Öldungaráð

17. fundur 14. júní 2021 kl. 12:09 - 13:09 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildastjóri Frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

María Kristín Gylfadóttir verkefnastjóri á menntasviði kynnir drög og vinnu við stefnumótun menntasviðs.
Drög að menntastefnu Kópavogsbæjar lögð fram. Öldungaráð gerir ekki athugasemd við framlögð stefnudrög og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

Öldungaráð þakkar Maríu Kristínu fyrir góða yfirferð og kynningu.

Gestir

  • María Kristín Gylfadóttir - mæting: 12:00

Almenn mál

2.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.

Fyrirspurn frá öldungaráði um aðgengismál við félagsmiðstöðina Gjábakka í Hamraborg vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Öldungaráð þakkar Bjarka Valberg fyrir góða yfirferð á fyrirhugðum framkvæmdum vegna miðbæjar Hamraborg. Ljóst er að vel hefur verið hugað að aðgengismálum á framkvæmdartíma.

Kynning Bjarka verður send stjórn FEBK.

Gestir

  • Bjarki Valberg - mæting: 12:30

Fundi slitið - kl. 13:09.