Öldungaráð

18. fundur 21. október 2021 kl. 12:00 - 13:02 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ómar Kristinsson varafulltrúi
  • Baldur Þór Baldvinsson varafulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá
Ragnar Jónasson, formaður FEBK, sat fundinn sem gestur.

Almenn mál

1.2102314 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2021

Skýrsla lögð fram og kynnt í tengslum við styrk sem Kópavogsbær fékk frá Félagsmálaráðuneytinu til að auka félagsstarf fullorðinna í sumar, sem og rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19.
Lagt fram.

Almenn mál

2.1906388 - Heilsuefling eldri borgara

Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjóri Virkni og Vellíðan kynnir stöðu verkefnis.
Lagt fram.

Gestir

  • Eva Katrín Friðgeirsdóttir

Almenn mál

3.2109683 - Fundir nefnda og ráða

Frá lögfræðideild, dags. 30. september 2021, lögð fram umsögn varðandi þóknanir fyrir fundi nefnda og ráða hjá Kópavogsbæ.

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 7.10.2021 að senda umsögnina á allar nefndir/ráð til upplýsinga og áréttingar, með beiðni um að málið verði tekið á dagskrá viðkomandi nefndar/ráðs.
Lagt fram.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.2110290 - Beiðni um umsögn velferðarráðs. Starfsleyfisumsókn Tryggð ehf.

Beiðni um umsögn öldungaráðs lögð fram til afgreiðslu.
Öldungaráð gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

5.2110367 - Beiðni um umsögn öldungaráðs. Starfsleyfisumsókn GKEK ehf.

Beiðni um umsögn öldungaráðs lögð fram til afgreiðslu.
Öldungaráð gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis.

Fundi slitið - kl. 13:02.