Öldungaráð

20. fundur 10. nóvember 2022 kl. 12:00 - 13:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Jónasson aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Stefanía Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Katrín María Lehmann verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildastjóri Frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2210178 - Öldungaráð 2022-2023

Erindisbréf Öldungaráðs Kópavogs lagt fram.
Öldungaráð fela starfsmönnum ráðsins að koma beiðni til forsætisnefndar um endurskoðun á erindisbréfi öldungaráðs með hliðsjón af skipan í ráðið, að kjörnir fulltrúar sitji í ráðinu.

Almenn mál

2.2210897 - Öldungaráð Kópavogs-Skipan varaformanns

Samkvæmt erindisbréfi Öldungaráðs Kópavogs skal ráðið skipa varaformann.
Kosning varaformanns öldungaráðs. Ráðið kaus Baldur Þór Baldvinsson sem varaformann ráðsins.

Almenn mál

3.2210178 - Öldungaráð 2022-2023

Fundaráætlun öldungaráðs 2022-2023 lögð fram til samþykktar.
Fundaráætlun öldungaráðs 2022-2023 rædd og samþykkt.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Óskað eftir umsögn öldungaráðs um drög loftlagsstefnu Kópavogsbæjar.
Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar og Encho Plamenov Stoyanov, verkefnastjóri á umhverfissviði, kynntu drög að loftlagsstefnu. Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við drögin og þakkar fyrir góða kynningu.

Almenn mál

5.2209734 - Skipan í öldungaráð

Svar við skipan í Öldungaráð Kópavogs, fyrirspurn frá Félagi eldri borgara í Kópavogi.
Fulltrúar í Félagi eldri borgara í öldungaráði lögðu fram eftirfarandi bókun;

Bókun vegna athugasemdar við bréfi Félags eldri borgara um skipan fulltrúa bæjarstjórnar Kópavogs í öldungaráð. Við undirritaðir fulltrúar Félags eldri borgara í Kópavogi í öldungaráði getum ekki látið líða hjá að gera alvarlega athugasemd við þau vinnubrögð sem bæjarstjórn Kópavogs viðhafði varðandi samþykkt fyrir öldungaráð Kópavogs. Samþykkt þessi milli bæjarstjórnar og Félags eldri borgara var gerð 9.maí 2007, en síðan einhliða breytt án aðkomu eldri borgara. Við viljum hnykkja á þeirri staðreynd að það eru ákveðin rök að baki 3.greinar í Samþykkt fyrir öldungaráð Kópavogs, sem kveður á um 3 bæjarfulltrúa, kosnir af bæjarstjórn í öldungaráðið. Henni var ætlað að koma í veg fyrir að einhverjir óskilgreindir "fulltrúar", eins og það er orðað í dag, yrðu valdir í framtíðinnin af geðþótta bæjarfulltrúa hverju sinni. Með slíkri skipan er hægt að gera öldungaráðið að máttlausri samkuntu, þar sem "fulltrúarnir" í því hefðu ekki það vald og þá ábyrgð sem bæjarfulltrúa hafa.
Ef ofangreind ákvörðun bæjarstjórnar er óhapp eða ómeðvitað óviljaverk, verður að segjast sem er, að þá er hún dapurlegur vitnisburður um að hægri höndin hjá bæjarfulltrúum virðist vera í mestu vandræðum með að vita hvað sú vinstri aðhefst! Undirritað: Baldur Þór, Ragnar Jónasson og Stefanía Björnsdóttir.

Unnur B. Friðriksdóttir gerir eftirfarandi bókun.
Hvorki í lögum nr.125/1999 um málefni aldraðra né í lögum nr.40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga er gerð sú krafa við kosningu sveitarstjórnar í öldungaráð að fulltrúarnir séu í bæjarstjórn. Öldungaráð heyrir undir bæjarráð og á engan hátt er verið að draga úr mikilvægi ráðsins.
Við mína kosningu var horft til faglegar menntunar og þekkingar minnar, en ekki síður til þess að áhuga sem ég hef á málefnum aldraða. Að því sögðu hlakka ég til góðs samstarfs við ykkur öll á kjörtímabilinu og vona að starf ráðsins verði árangursríkt.

Almenn mál

6.2210308 - Erindi vegna opnunartíma félagsheimili eldri borgara í Kópavogi

Svar við fyrirspurn Félag eldri borgara í Kópavogi um helgaropnun í félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi.
Öldungaráð tekur undir mikilvægi þess að skoðaðar verði leiðir í samvinnu við Félag eldri borgara í Kópavogi til að útfæra frekari opnun félagsmiðstöðvanna um helgar. Öldungaráð felur starfsmönnum menntasviðs að fylgja málinu eftir.

Almenn mál

7.2211006 - Sundlaugin í Boðaþingi - Fyrirspurn um sumaropnun frá FEBK

Svar við fyrirspurn Félags eldri borgara í Kópavogi varðandi sumaropnun í sundlaug þjónustumiðstöðvar í Boðaþingi.
Öldungaráð vonast til að fjármagn fáist til að geta staðið að sumaropnun í sundlaug þjónustumiðstöðvar í Boðaþingi.

Fundi slitið - kl. 13:30.