Á fundi sínum þann 10. febrúar sl. undir liðnum Tölulegar upplýsingar velferðarsviðs, lagði velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar fram eftirfarandi bókun:
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að fá yfirlit yfir lengd biðtíma eftir félagslegri þjónustu: Hversu lengi hafa þeir beðið sem hafa verið lengst á biðlista eftir þjónustu velferðarsviðs?
Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar þann 10. mars undir liðnum, 25021243-Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum um biðlista, var lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 3. mars.
Minnisblað velferðarsviðs er hér með kynnt öldungaráði.
Gestir
- Jóhanna Lilja Ólafsdóttir - mæting: 12:42
Geir Þórðarson kemur inn sem aðalmaður í ráðið í stað Margrétar Halldórsdóttur sem verður varamaður.