Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

16. fundur 21. febrúar 2011 kl. 14:00 - 15:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Dagskrá
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri og Jón Ingi Guðmundsson umhverfissviði sátu fundinn.

1.1102336 - Hæfing fyrir fatlað fólk. Húsnæðismál

Umsögn frá yfirmanni þjónustudeildar fatlaðra lögð fram og tillaga frá Gerði Agot Árnadóttur um skipan búsetumála íbúa á á Kópavogstúni.

Nefndin tekur undir þær tillögur sem liggja fyrir fundinum frá Gerði og óskar eftir því að framkvæmdaráð og félagsmálaráð taki mið af þeim. Mikilvægt er að gera áætlun um flutning íbúa deilda 18 og 20 af Kópavogstúni, gamla Kópavogshælinu, og eiga um það samráð og samstarf við velferðarráðuneytið.

 

Nefndin vekur athygli á að húsnæðismálum hæfingar hefur verið vísað til framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

2.1101151 - Drög að þjónustusamningi við Ás styrktarfélag um búsetuþjónustu við fatlað fólk í Kastalagerði

Fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi og gögn varðandi endurskoðun á þjónustu og kjarasamninga og starfsmannahald.

Enn er beðið eftir staðfestingu ríkisins um aðkomu að samningnum við Ás styrktarfélag um fjármögnun til 2014.

3.1012201 - Deildir 18 og 20 Kópavogstúni. Drög að samkomulagi við Landspítala ásamt fylgigögnum.

Fyrirliggjandi gögn eru drög að samkomulagi, drög að húsaleigusamningi og flutningur á fjármagni

Enn er beðið eftir staðfestingu ríkisins um aðkomu að samkomulagi við Landspítalann um fjármögnun til 2014.

4.1102503 - Fyrirspurn um þjónustu á Landsspítalanum á Kópavogstúni

Frá bæjarráði. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Landspítalinn er með samning við Endurhæfingu ehf. um sjúkraþjálfun sem gildir út þetta ár. Samningurinn verður ekki endurnýjanður. Aksturssamningum hefur verið sagt upp en fyrir liggur að gera nýjan samning með fjármögnun frá Landspítalanum.

5.1102565 - Íbúafundur í málefnum fatlaðs fólks 2010

Lögð fram drög að dagskrá fyrir íbúafund 2. mars n.k.

Gerðar breytingar á dagskrá og starfsmönnum falið að undirbúa boðun og auglýsingu á fundinum.

Fundi slitið - kl. 15:30.