Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

7. fundur 22. nóvember 2010 kl. 14:00 - 16:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
Dagskrá

1.1011325 - Borgarholtsbraut 51. Heimili fyrir fatlaða

Jón Ingi Guðmundsson tæknifræðingur situr fundinn undir þessum lið.

 

Fyrir fundinum liggur greinargerð Rannveigar Maríu Þorsteinsdóttur verkefnastjóra og tillögur og kostnaðaráætlanir frá tæknideild Kópavogsbæjar um lausn á húsnæðismálum íbúa á heimilinu á Borgarholtsbraut.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að útbúnar verði 5-6 einstaklingsíbúðir í Skjólbraut 1a og óskar eftir, með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum, að söluandvirði Borgarholtsbrautar verði framlag ríkisins til endurbóta og breytinga. Með hliðsjón af óviðunandi aðstöðu á Borgarholtsbraut og í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins leggur nefndin til að þessi leið verði farin.

2.1011326 - Óskað eftir heimild til ráðningar v. yfirfærslu málefna fatlaðra

Fyrir liggur tillaga um ráðningu Jóhönnu Lilju Ólafsdóttir í fullt starf í þjónustudeild fatlaðra frá og með 1. janúar 2011, en hún hefur verið í 50% starfi við undirbúning yfirfærslunnar og í 50% starfi sem forstöðumaður frístundarúrræðis fyrir fatlaða í Smáraskóla frá 1. nóvember s.l.

 

Nefndin samþykkir ráðningu hennar fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 16:00.