Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

17. fundur 28. febrúar 2011 kl. 14:00 - 16:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn

1.1102565 - Kynningarfundur í málefnum fatlaðs fólks 2011

Haldinn í Smáraskóla 2. mars kl. 17.00-18.30

Dagskrá lögð fram.

2.1102301 - Fyrirspurn varðandi Skjólbraut 1a.

Frá bæjarráði

Vísað til starfsmanna til úrvinnslu með hliðsjón af reglugerð um fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs.

3.1101066 - Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi

Aðgerðaáætlanir

Gerður leggur fram tillögur um notendasamráð og fötlunarráð.

 

Nefndin tekur undir framkomnar tillögur og hvetur bæjarráð að koma þeim í framkvæmd.

 

Hildur lagði fram punkta sem lið í aðgerðaráætlun.

4.1012201 - Deildir 18 og 20 Kópavogstúni. Drög að samkomulagi við Landspítala ásamt fylgigögnum.

Lagt fram béf frá félagsmálastjóra þar sem hann leggur til að samningsmál verði sett í bið í ljósi nýrra upplýsinga frá fulltrúa velferðarráðuneytisins.

  

Nefndin lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgang málsins hjá velferðarráðuneytinu. Engin trygging er fyrir fjármögnun samkomulagsins þ.a. enn er bið á að vistmenn geti orðið íbúar í Kópavogi með réttindum og skyldum sem því fylgja.

 

Nefndin ítrekar vilja Kópavogsbæjar til að taka yfir þjónustu við þá einstaklinga sem nú dvelja á deildum 18 og 20 á Kópavogstúni. 

 

 

Nefndin og starfsmenn þakka gott samstarf

Fundi slitið - kl. 16:00.