Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

1. fundur 27. september 2010 kl. 14:00 - 15:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.1009293 - Erindisbréf sérnefndar bæjarstjórnar Kópavogs vegna tilflutnings málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Lagt fram.

2.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra. Gátlisti

Lagður fram gátlisti. Rætt um verkefni framundan. Mikilvægt að koma upplýsingum til íbúa Kópavogs sem njóta þjónustu Svæðisskrifstofu um stöðu mála varðandi yfirfærsluna. Fulltrúum hagsmunasamtaka verður boðið á næsta fund nefndarinnar.

3.905193 - Mannaflaþörf í stjórnsýslu vegna yfirfærslu málefna fatlaðra

Fyrir liggur greinargerð um áætlaða mannaflaþörf hjá Félagsþjónustunni. Lögð fram til umræðu og til nánari skoðunar.

 

Nefndin leggur áherslu á að ákvörðun liggi fyrir hið fyrsta.

4.905193 - Samstarf á vegum SSH um sértæka þjónustu við fatlaða

Lögð fram til kynningar drög að samningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða og rammi fyrir þjónustusamning sem verða til umfjöllunar á fundi stjórnar SSH 11. október n.k.

 

Fundi slitið - kl. 15:00.