Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

14. fundur 31. janúar 2011 kl. 14:00 - 15:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn

1.1101066 - Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi

Útbúa þarf aðgerðaáætlun og tímalínu. Nefndin mun skilgreina verkefni og skipta með sér verkum. 

2.11011070 - Þjónusta við fatlað fólk. Samráð við notendur

Stefnt að því að fá hagsmunaaðila og notendur til samráðsfundar 14. febrúar n.k.

3.1012030 - Rekstrarupplýsingar frá Svæðisskrifstofu vegna yfirfærslunnar

Nefndin lýsir áhyggjum yfir því að fjárhagsáætlanir starfsstöðva 2011 virðast vanáætlaðar, t.a.m. er ekki gert ráð fyrir veikindum starfsmanna. Brýnt er að gera úttekt á áætlunum og afla upplýsinga um raunkostnað 2010 til að geta brugðist við í rekstri með raunhæfum hætti.

4.11011091 - Samstarf um geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun

Kynnt samstarf heilsugæslu, geðdeildar Landspítala og göngudeildar Kleppsspítala sem sett hefur verið á laggirnar til að koma til móts við fólk með þroskahömlum með alvarlegar geðraskanir. Óskað eftir tengilið hjá Félagsþjónustunni í teymisvinnu.

Fundi slitið - kl. 15:30.