Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra

15. fundur 14. febrúar 2011 kl. 14:00 - 16:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn

1.11011070 - Þjónusta við fatlað fólk. Samráð við notendur

Mættir gestir: Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Jón Þorsteinn Siguðrsson nemi. Guðmundur Magnússon formaður ÖBÍ, Hrefna K. Óskarsdóttir verkefnisstjóri ÖBÍ, Grétar Pétur Geirsson formaður framkvæmdastjórnar Sjálfsbjargar, Dagný Karlsdóttir aðstandandi, Ellen H. K. Andersson aðstandandi, Sóley Björk Axels Sjálfsbjörg.
Drög að stefnumótun Kópavogsbæjar - Bæjarfélag fyrir alla - lögð fram til kynningar.

Umræður um væntingar og hugmyndir varðandi þjónustu og skipst á skoðunum. Rætt sérstaklega um mikilvægi notendasamráðs og að setja á laggirnar rýnihópa. Kynntur íbúafundur sem fyrirhugað er að halda miðvikudaginn 2. mars í Smáraskóla.

2.1101151 - Drög að þjónustusamningi við Ás styrktarfélag um búsetuþjónustu við fatlað fólk í Kastalagerði

Jón Ingi Guðmundsson Umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.
Samningsdrög ásamt fylgiskjölum lögð fram

Farið yfir samningsdrög og efnisatriði rædd.

3.1102336 - Hæfing fyrir fatlað fólk. Húsnæðismál

Jón Ingi Guðmundsson Umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.
Teikningar af deildum 18-20 lagðar fram og minnispunktar frá Jóni Inga

Nefndin samþykkir að kannað verði frekar með nýtingu á deild 19 á Kópavogstúni fyrir hæfingu fyrir fatlað fólk

Fundi slitið - kl. 16:00.