Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa, dags. 27. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og umhverfisráðs til að hefja vinnu við að gera breytingu á aðalskipulagi fyrir vesturhluta Glaðheimasvæðis, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til að hægt verði að koma fyrir starfsemi SORPU, samanber bókun bæjarráðs dags. 12. desember 2024. Einnig er lagt til að skipulag svæðisins verði endurmetið með tilliti til breyttra forsenda, fyrirkomulagi uppbyggingar, endurskoðun á vegtengingum að svæðinu og aðkomu að lóðum innan svæðisins.
Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tók sæti á fundinum undir þessum lið.