Lögð fram fyrirspurn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts dags. 16. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Hlíðarveg um breytingar á lóðinni sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2025. Í breytingunni felst að 114,4 m² hús sem á lóðinni stendur verði rifið og í stað þess verði reist 340 m² fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,13 í 0,4. Uppdrættir í mkv. 1:100, ódagsettir. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsfulltrúa þann 11. mars 2025 var var málinu frestað.
Bókun:
„Undirrituð hvetja til þess að Kópavogsbær boði hið allra fyrsta til upplýsingafundar fyrir íbúa svæðisins um stöðu mála á Fannborgarreit og Traðarreit vestur. Farið er fram á að tillögur um byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit vestur verði sendar til kynningar og umsagnar í öldungaráði og notendaráði í málefnum fatlaðra og umsagnir verði lagðar fyrir fund skipulagsráðs þegar þetta mál verður næst á dagskrá. Þá er þess óskað að kallað sé eftir ábendingum frá Alta í ljósi þess að ráðgjafar þeirra unnu forsendugreiningu fyrir aðliggjandi miðbæjarsvæði Kópavogs.“
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson, Leó Snær Pétursson og Indriði Ingi Stefánsson.
Bókun:
„Lögð verður áhersla á góða kynningu gagnvart íbúum á svæðinu og í kring og öðrum hagaðilum, þar sem kynnt verða fyrirhuguð áform á Fannborgarreit og Traðarreit vestur. Slíkir fundir geta farið fram þegar áætlanir lóðarhafa liggja fyrir.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.