Lögð fram beiðni skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2025 um heimild til að hefja vinnu nýs deiliskipulags fyrir Kópavogsskóla. Fyrirhugað skipulagssvæði er um 2,2 ha að flatarmáli og afmarkast af skipulagsmörkum deiliskipulags miðbæjar Kópavogs, reita B1-1, B4, B2 og B1-3 til vesturs, skipulagsmörkum deiliskipulags leikskóla við Skólatröð og að lóðarmörkum Vallatraðar 2, 6, 8 og 10 ásamt lóðamörkum Skólatraðar 1, 3, 5, 7, 9 og 11 til norðurs, skipulagsmörkum deiliskipulags Traðarreitar eystri til austurs og að lóðamörkum Digranesvegar 15 suðurs.
Elín Mjöll Lárusdóttir verkefnastjóri og Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar tóku sæti á fundinum undir þessum lið.