Skipulags- og umhverfisráð

7. fundur 05. maí 2025 kl. 15:30 - 17:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2504005F - Bæjarstjórn - 1319. fundur frá 29.04.2025

2503022F - Skipulags- og umhverfisráð - 6. fundur frá 07.04.2025.



24021690 - Smiðjuvegur 76. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



2410082 - Deiliskipulag. Arnarnesvegur milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar. Skipulagslýsing.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



2501990 - Deiliskipulag. Arnarnesvegur frá Fífuhvammsvegi að Rjúpnavegi. Skipulagslýsing.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2503026F - Bæjarráð - 3212. fundur frá 10.04.2025

2503022F - Skipulags- og umhverfisráð - 6. fundur frá 07.04.2025.



24021690 - Smiðjuvegur 76. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2410082 - Deiliskipulag. Arnarnesvegur milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar. Skipulagslýsing.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2501990 - Deiliskipulag. Arnarnesvegur frá Fífuhvammsvegi að Rjúpnavegi. Skipulagslýsing.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.25011995 - Vetrarmýri og Smalaholt í Garðabæ. Breytt deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 28. apríl 2025 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþrótta- og útivistarsvæða í Vetrarmýri og Smalaholti. Tillagan fjallar um golfvöll í Vetrarmýri, íþróttaæfingasvæði við Miðgarð, útivistarskóg í Smalaholti og náttúrugarð við Vífilsstaðavatn. Einnig fjallar skipulagið um umferðarmál á svæðinu og fest er lega framlengds Vífilsstaðavegar, Flóttamannavegar og Elliðavatnsvegar í breyttri legu. Fjallað er sérstaklega um umferðartengingar úr Hnoðraholti í Leirdalsop, þ.e. Vorbraut við Þorrasali. Sá kafli vegarins er tekinn út úr deiliskipulagi Hnoðraholts norður og færður inn í deiliskipulag það sem hér um ræðir. Leiðbeinandi lega stíga er ákvörðuð sem og staðsetning nýrra undirganga við Vífilsstaðavatn. Uppdrættir í mkv. 1:3000 og 1:2000 dags. 25. apríl 2025.

Erindið var lagt fram á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. apríl og því vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála hjá Garðabæ gerðu grein fyrir erindinu.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Gestir

  • Þráinn Hauksson - mæting: 15:30
  • Hrönn Hafliðadóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.25022517 - Umhverfisviðurkenningar Kópavogs árið 2025.

Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 7. apríl um tillögu að fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga og verklagi fyrir árið 2025.

Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála gerði grein fyrir erindinu.
Framlögð tillaga að fyrirkomulagi og verklagi umhverfisviðurkenninga 2025 er samþykkt.

Almenn erindi

5.24021889 - Losun taðs frá félagsmönnum Spretts hestamannafélags.

Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Spretts dags. 27. apríl 2025 um losun hrossataðs. Lagðar eru fram tillögur að lausnum til skemmri tíma um losun hrossataðs í nálægð við félagssvæði Spretts þar sem tað yrði notað í uppgræðslu. Óskað er að leitað verði langtímalausnar.

Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar og Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála gerðu grein fyrir erindinu.
Kynnt. Umhverfissviði er falið að finna viðunandi skammtímalausn á losun taðs og leggja tillögu að langtímalausn fyrir ráðið.

Almenn erindi

6.2412222 - Dalvegur 32A, B og C. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 3. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 32A, B og C við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst hliðrun austari inn-/útkeyrslu frá lóðinni við Dalveg vegna hæðarlegu lands og hagræðingar umferðarflæðis innan lóðarinnar. Aukning byggingarmagns neðanjarðar úr 3205 m² í 6250 m² fyrir bílageymslu, hjólageymslur, starfsmannaaðstöðu og geymslu- og tæknirými ásamt því að hluti bílastæða ofanjarðar á lóðinni verður fluttur í bílageymslu neðanjarðar. Heildarfjöldi bílastæða á lóðinni er óbreyttur. Þá eru gerðar breytingar á tengingum göngu- og hjólastíga innan lóðarinnar við göngu- og hjólastíga Kópavogsbæjar sem liggja austan við lóðina. Jafnframt er byggingarreitur ofanjarðar stækkaður um 50 cm til suðurs og austurs (að Reykjanesbraut). Hámark byggingarmagns ofanjarðar helst óbreytt fyrir Dalveg 32C eða 9894 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar er óbreytt 0,8 en nýtingarhlutfall ofanjarðar og neðanjarðar eykst úr 1,15 í 1,31.Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 15. janúar 2025.

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 3. febrúar 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartími var frá 19. febrúar til 16. apríl 2025. Athugasemdir bárust.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2025.
Samþykkt með tilvísun í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2025 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Leó Snær Pétursson og Kolbeinn Reginsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.24061018 - Arnarnesvegur - 3. áfangi. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga dags. 6. september 2024. Í breytingunni felst uppfærð lega stofnstígs (göngu- og hjólastígs) til samræmis við fyrirliggjandi hönnun mislægra gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem og deiliskipulag Elliðaárdals ásamt því að mörk deiliskipulagsins breytast innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkurborgar.
Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leós Snæs Péturssonar, Kolbeins Reginssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.25032102 - Vatnsvík. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Upphaf skipulagsvinnu.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2025 um heimild til að hefja vinnu við gerð breytingar á aðalskipulagi fyrir Vatnsvík sunnan Elliðavatns. Skipulagsvæðið liggur sunnan við Elliðavatn og er 35 hektara. Lagt er til að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og unnið nýtt deiliskipulag með það að markmiði að skipuleggja nýtt íbúðahúsahverfi.
Fundarhlé kl. 17:07, fundi fram haldið kl. 17:17.

Samþykkt að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsvík sunnan Elliðavatns.

Bókun:
„Ljóst er að hér er um gríðarlega viðkvæmt svæði að ræða og byggingaáform eru mjög vandasöm. Miðað við þau gögn sem fyrir liggja eru sprungur á svæðinu sem kalla ítarlega rannsóknir og skoðun. Við teljum að vanda verði sérstaklega til þeirrar úttektar sem stendur til að fara í. Þá þarf að huga sérstaklega að upplýsingagjöf til íbúa og óskað er eftir samráðsáætlun við þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta í því ferli sem framundan er.“
Hákon Gunnarsson, Indriði Stefánsson, Kolbeinn Reginsson og Leó Snær Pétursson.

Bókun:
„Annað stóð ekki til“.
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Almenn erindi

9.25043331 - Vatnsvík. Nýtt deiliskipulag. Upphaf skipulagsvinnu.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2025 um heimild til að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Vatnsvík sunnan Elliðavatns. Skipulagsvæðið liggur sunnan við Elliðavatn og er 35 hektarar. Lagt er til að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2030 og unnið nýtt deiliskipulag með það að markmiði að skipuleggja nýtt íbúðahúsahverfi.
Samþykkt að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir íbúðahverfi í Vatnsvík sunnan Elliðavatns.

Bókun:
„Ljóst er að hér er um gríðarlega viðkvæmt svæði að ræða og byggingaáform eru mjög vandasöm. Miðað við þau gögn sem fyrir liggja eru sprungur á svæðinu sem kalla ítarlega rannsóknir og skoðun. Við teljum að vanda verði sérstaklega til þeirrar úttektar sem stendur til að fara í. Þá þarf að huga sérstaklega að upplýsingagjöf til íbúa og óskað er eftir samráðsáætlun við þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta í því ferli sem framundan er.“
Hákon Gunnarsson, Indriði Stefánsson, Kolbeinn Reginsson og Leó Snær Pétursson.

Bókun:
„Annað stóð ekki til“.
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Almenn erindi

10.2003236 - Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti. Breytt aðalskipulag

Lögð fram að nýju tillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, fyrir fyrstu lotu Borgarlínu frá Fossvogsbrú að Hamraborg, dags. í apríl 2025, í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Rammahlutinn er unninn af VSÓ Ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ.

Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er fjallað um legu, staðsetningu stöðva, áherslur um forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitarfélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034.

Á kynningartíma bárust 14 athugasemdir. Lögð er fram greinargerð um viðbrögð Kópavogsbæjar við umsögnum og athugasemdum um auglýsta tillögu, dags. apríl 2025.
Samþykkt sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leós Snæs Péturssonar, Kolbeins Reginssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.25033126 - Urriðaholt, austurhluti. Flóttamannavegur. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 27. mars 2025 um tillögu að breyttu deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts 1. áfanga fyrir Flóttamannaveg. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 31. mars 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags. Erindið var lagt fram að nýju á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. apríl 2025 og var því vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Uppdrættir í mkv. 1:2000/1:1000 dags. 11. febrúar 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2025 samþykkt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur sérstaka áherslu á þær ábendingar sem koma fram í niðurstöðum umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

12.25033128 - Urriðaholt, norðurhluti. 4. áfangi. Flóttamannavegur. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 27. mars 2025 um tillögu að breyttu deiliskipulagi norðurhluta Urriðaholts 4. áfanga fyrir Flóttamannaveg. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 31. mars 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. apríl 2025 var erindið lagt fram að nýju og var því vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Uppdrættir í mkv. 1:2000/1:1000 dags. 11. febrúar 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2025 samþykkt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur sérstaka áherslu á þær ábendingar sem koma fram í niðurstöðum umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

13.25033107 - Urriðaholtsstræti 1-7. Urriðaholt norður. 4. áfangi. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 27. mars 2025 um tillögu að breyttu deiliskipulagi norðurhluta Urriðaholts 4. áfanga fyrir Urriðaholtsstræti 1-7. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 31. mars 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. apríl 2025 var erindið lagt fram að nýju og var því vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Uppdrættir í mkv. 1:2000/1:1000 dags. 10. mars 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2025 samþykkt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur sérstaka áherslu á þær ábendingar sem koma fram í niðurstöðum umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

14.25033103 - Útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum. Flóttamannavegur. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 27. mars 2025 um tillögu að breyttu deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum fyrir Flóttamannaveg. Uppdrættir í mkv. 1:4000 dags. 12. febrúar 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 31. mars 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. apríl 2025 var erindið lagt fram að nýju og var því vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Uppdrættir í mkv. 1:4000 dags. 12. febrúar 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2025 samþykkt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur sérstaka áherslu á þær ábendingar sem koma fram í niðurstöðum umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 17:40.