Skipulags- og umhverfisráð

9. fundur 02. júní 2025 kl. 15:30 - 17:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Guðjón Ingi Guðmundsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson, aðalmaður boðaði forföll og Eva Sjöfn Helgadóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2505009F - Bæjarstjórn - 1321. fundur frá 27.05.2025

2505001F - Skipulags- og umhverfisráð - 8. fundur frá 19.05.2025.



2410796 - Fannborgarreitur. Byggingaráform.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.



2502435 - Traðareitur vestari. Byggingaráform.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.



25041263 - Auðbrekka 7. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



2112910 - Vatnsendablettur 241A. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2505019F - Bæjarráð - 3216. fundur frá 22.05.2025

2505001F - Skipulags- og umhverfisráð - 8. fundur frá 19.05.2025.



2410796 - Fannborgarreitur. Byggingaráform.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



25041263 - Auðbrekka 7. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2112910 - Vatnsendablettur 241A. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 29.maí 2025 að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið (ÞR-1) á vestanverðu Kársnesi. Tillagan er unnin af ALTA og Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Tillagan var kynnt á vinnslustigi frá 16.janúar til 21. febrúar 2025. Tillögunni fylgir greining á áhrifum á stofnvegakerfið í dags. 16. maí 2025, sem VSÓ ráðgjöf vann, ásamt umferðargreiningu dags. 13. desember 2024.

Þá er einnig lagt fram minnisblað dags. 30. maí 2025 um þróun og breytingar á tillögunni frá kynningu á vinnslustigi.

Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsráðgjafi frá Alta gerði grein fyrir erindinu og Ragnar Þór Þrastarson ráðgjafi frá VSÓ sat fyrir svörum.

Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Leós Snæs Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar að framlögð tillaga verði auglýst með vísan til 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:30
  • Kristjana H Kristjánsdóttir - mæting: 15:30
  • Ragnar Þór Þrastarson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2504777 - Þjónustumiðstöð og hesthúsasvæði. Breyting á aðal- og deiliskipulagi Kjóavalla. Upphaf skipulagsvinnu.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 14. maí 2025 um heimild til að hefja vinnu við breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna lóðar fyrir þjónustumiðstöð Kópavogs. Um er að ræða svæði norðan við reiðhöllina við Hestheima og mun afmarkast af sveitarfélagsmörkum við Garðabæ, Markavegi, Hestheimum og lóð reiðhallarinnar. Rúmlega helmingur svæðisins er í dag ónýttur en tæplega helmingur er nýttur sem heygeymsla hluta úr ári. Að öðru leiti er svæðið vannýtt. Í aðalskipulagi Kópavogs er svæðið skilgreint sem ÍÞ-7 nýtt íþróttasvæði tengt hestaíþróttum á Heimsenda og Kjóavöllum. Svæðið var áður skilgreint sem verslun og þjónusta og var minna. Stærð svæðis um 3-4 ha. Afmarka þarf svæðið nánar og vinna deiliskipulag. Stærð 6 ha. Landnotkunarflokki á um það bil 1,7 ha mun verða breytt úr íþróttasvæði í samfélagsþjónustu sem samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er ætlað fyrir þjónustustofnanir ríkis, sveitarfélaga og eða annarra aðila. Uppfærsla á deiliskipulagi frá 2008 mun gerast samhliða breytingum á aðalskipulagi þar sem það verður fært nær nútímanum og raunverulegum aðstæðum á staðnum. Einnig lagt fram erindi deildarstjóra gatnadeildar dags. 7. apríl 2025 ásamt skýringarmynd af staðsetningu fyrirhugaðrar lóðar.

Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar sat fyrir svörum undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð telur umrædda staðsetningu koma vel til greina undir þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Erindinu er vísað til bæjarráðs til greiningar á þörf og framkvæmd við nýtt húsnæði þjónustumiðstöðvarinnar.

Gestir

  • Birkir Rútsson - mæting: 16:25

Almenn erindi

5.25052514 - Dalvegur 32C. Byggingaráform.

Lögð fram til kynningar í samræmi við skipulagsskilmála drög Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 21. maí 2025 að byggingaráformum fyrir Dalveg 32C.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ásamt greingargerð og skýringarmyndum.

Sigurður Halldórsson arkitekt frá Gláma Kím gerði grein fyrir erindinu.

Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Sigurður Halldórsson - mæting: 16:40

Almenn erindi

6.2505604 - Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Lárusar Kristins Ragnarssonar arkitekts og Hrafnkels Odda Guðjónssonar lögmanns f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Kársnesbraut dags. 6. maí 2025 um breytingu á deiliskipulaginu „Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114“ fyrir lóðina nr. 108 við Kársnesbraut. Í breytingunni felst að breyta atvinnuhúsnæði á 2. hæð í íbúðarhúsnæði. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra og var erindið lagt fram að nýju á embættisafgreiðslufundi þann 26. maí 2025 og var því vísað til skpipulags- og umhverfisráðs.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.24091148 - Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram til afgreiðslu, að lokinni auglýsingu tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Breiðahvarf. Flatarmál lóðarinnar er 4919 m² og á henni er einbýlishús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp sex lóðir. Lóðin þar sem húsið stendur í dag mun því minnka og vestan við hana er gert ráð fyrir nýrri einbýlishúsalóð með nýtingarhlutfallið 0,23. Til suðurs er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum fyrir parhús með nýtingarhlutfallið 0,43. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 3. október 2024. Minnisblaði skipulagsdeildar dags. 4. október 2024.

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. október 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Tillagan var auglýst frá 27. febrúar til 21. maí 2025, engar athugasemdir bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar

Almenn erindi

8.25011995 - Vetrarmýri og Smalaholt í Garðabæ. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 28. apríl 2025 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþrótta- og útivistarsvæða í Vetrarmýri og Smalaholti. Tillagan fjallar um golfvöll í Vetrarmýri, íþróttaæfingasvæði við Miðgarð, útivistarskóg í Smalaholti og náttúrugarð við Vífilsstaðavatn. Einnig fjallar skipulagið um umferðarmál á svæðinu og fest er lega framlengds Vífilsstaðavegar, Flóttamannavegar og Elliðavatnsvegar í breyttri legu. Fjallað er sérstaklega um umferðartengingar úr Hnoðraholti í Leirdalsop, þ.e. Vorbraut við Þorrasali. Sá kafli vegarins er tekinn út úr deiliskipulagi Hnoðraholts norður og færður inn í deiliskipulag það sem hér um ræðir. Leiðbeinandi lega stíga er ákvörðuð sem og staðsetning nýrra undirganga við Vífilsstaðavatn. Greinargerð með umhverfismatsskýrslu dags. 25. mars 2025. Uppdrættir í mkv. 1:3000 og 1:2000 dags. 25. apríl 2025 ásamt skýringaruppdráttum. Erindið var lagt fram á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. apríl og því vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 5. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025 ásamt minnisblaði VSÓ dags. 12. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025 samþykkt.

Almenn erindi

9.25053617 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Vatnsendahlíð. Upphaf skipulagsvinnu.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025 þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og umhverfisráðs til að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar í Vatnsendahlíð.
Samþykkt að hafin verði vinna við gerð breytingar á aðalskipulagi fyrir Vatnsendahlíð.

Almenn erindi

10.25053259 - Vatnsendahlíð-Þing. Heildarendurskoðun deiliskipulags. Upphaf skipulagsvinnu.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025 þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og umhverfisráðs til að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags í Vatnsendahlíð.
Samþykkt að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulags Vatnsendahlíðar.

Almenn erindi

11.25053687 - Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

Lagt fram yfirlit yfir fullnaðarafgreiðslur skipulagsfulltrúa Kópavogs. Fundarnúmer 15 til 23 á tímabilinu 10. febrúar til 26. maí 2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:37.