Skipulags- og umhverfisráð

12. fundur 18. ágúst 2025 kl. 15:30 - 17:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Guðjón Ingi Guðmundsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2506025F - Bæjarráð - 3221. fundur frá 17.07.2025

2506019F - Skipulags- og umhverfisráð - 11. fundur frá 07.07.2025.



25043169 - Silfursmári 1-7. Óveruleg breyting á aðalskipulagi.

Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir kynningu frá skipulagsdeild á tillögunni.



2411179 - Silfursmári 1-7. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir kynningu frá skipulagsdeild á tillögunni.



23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.



23111613 - Ásbraut. Nýtt deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.



25022006 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.



24032185 - Kjóavellir - garðlönd. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.



24061530 - Hörðuvellir- Tröllakór. Breytt skipulagsmörk.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

2.25063078 - Roðahvarf 2-8. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi Vatnsendahvarfs, dags. 14. nóvember 2023, eru lögð fram byggingaráform frá Rýma arkitektum dags. 26. apríl 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2-8 við Roðahvarf. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025.

Kristjana H. Krstjánsdóttir verkefnisstjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundarhlé hófst kl. 15:41, fundi framhaldið kl. 16:07.

Tillaga Helgu Jónsdóttur, Hákonar Gunnarssonar og Andrésar Péturssonar að afgreiðslu:
Málinu er vísað til bæjarstjóra. Meirihluti bæjarráðs fól bæjarstjóra á fundi 8. maí sl. að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi til að fá hnekkt úrskurði innviðaráðuneytisins um ógildingu úthlutunar lóða í Roðahvarfi. Ekki liggur þó fyrir að slíkt mál hafi verið höfðað og úrskurður ráðuneytisins er í fullu gildi. Nauðsynlegt er að bæjarráð fái lögfræðilegt mat á því hvort frekari ákvarðanir Kópavogsbæjar á grunni stjórnvaldsákvörðunar, sem búið er að ógilda, skaði hagsmuni bæjarins í væntanlegu dómsmáli.
Hafnað með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Guðjóns Inga Guðmundssonar gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Hákonar Gunnarssonar og Andrésar Péturssonar.

Bókun:
Sú afgreiðsla sem heyrir undir skipulags- og umhverfisráð tekur til þess hvort byggingaráformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bæjarráð og bæjarstjórn hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að höfða mál til að láta reyna á gildi úrskurðar innviðaráðuneytisins fyrir dómstólnum. Það var gert að undangengnu áliti lögmanns bæjarins þar sem bent var á verulega annmarka á úrskurðinum. Þangað til niðurstaða dómstóla liggur fyrir er eðlilegt og nauðsynlegt að fylgja áfram skipulagsferlum. 
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Guðjón Ingi Guðmundsson.

Bókun:
Undirrituð vekja athygli á því að meirihluti ráðsins er hér að staðfesta byggingaráform með vísan í deiliskipulag þó svo að úthlutun lóðarinnar hafi verið ógilt með úrskurði innviðaráðuneytisins.  
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Andrés Pétursson.
 
Staðfest með tilvísun í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 að framlögð drög að byggingaráformum dags. 26. apríl 2025 eru í samræmi við gildandi deiliskipulag með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Guðjóns Inga Guðmundssonar. Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Andrés Pétursson sátu hjá við afgreiðsluna.

Almenn erindi

3.2507476 - Roðahvarf 17-21. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi Vatnsendahvarfs, dags. 14. nóvember 2023, eru lögð fram uppfærð byggingaráform frá Nordic office of Architecture dags. 8. maí 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17-21 við Roðahvarf ásamt lóðaruppdrætti dags. 8. ágúst 2025 og skilmálateikningu dags. 2. júní 2025. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025.

Kristjana H. Krstjánsdóttir verkefnisstjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Tillaga Helgu Jónsdóttur, Hákonar Gunnarssonar og Andrésar Péturssonar að afgreiðslu:
Málinu er vísað til bæjarstjóra. Meirihluti bæjarráðs fól bæjarstjóra á fundi 8. maí sl. að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi til að fá hnekkt úrskurði innviðaráðuneytisins um ógildingu úthlutunar lóða í Roðahvarfi. Ekki liggur þó fyrir að slíkt mál hafi verið höfðað og úrskurður ráðuneytisins er í fullu gildi. Nauðsynlegt er að bæjarráð fái lögfræðilegt mat á því hvort frekari ákvarðanir Kópavogsbæjar á grunni stjórnvaldsákvörðunar, sem búið er að ógilda, skaði hagsmuni bæjarins í væntanlegu dómsmáli.
Hafnað með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Guðjóns Inga Guðmundssonar gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Hákonar Gunnarssonar og Andrésar Péturssonar.

Bókun:
Sú afgreiðsla sem heyrir undir skipulags- og umhverfisráð tekur til þess hvort byggingaráformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bæjarráð og bæjarstjórn hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að höfða mál til að láta reyna á gildi úrskurðar innviðaráðuneytisins fyrir dómstólnum. Það var gert að undangengnu áliti lögmanns bæjarins þar sem bent var á verulega annmarka á úrskurðinum. Þangað til niðurstaða dómstóla liggur fyrir er eðlilegt og nauðsynlegt að fylgja áfram skipulagsferlum. 
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Guðjón Ingi Guðmundsson.

Bókun:
Undirrituð vekja athygli á því að meirihluti ráðsins er hér að staðfesta byggingaráform með vísan í deiliskipulag þó svo að úthlutun lóðarinnar hafi verið ógilt með úrskurði innviðaráðuneytisins.  
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Andrés Pétursson.
 
Staðfest með tilvísun í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 að framlögð drög að byggingaráformum dags. 26. apríl 2025 eru í samræmi við gildandi deiliskipulag með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Guðjóns Inga Guðmundssonar. Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Andrés Pétursson sátu hjá við afgreiðsluna.

Almenn erindi

4.2507477 - Roðahvarf 34-36. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi Vatnsendahvarfs, dags. 14. nóvember 2023, eru lögð fram byggingaráform frá Nordic office of Architecture dags 8. maí 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34-36 við Roðahvarf ásamt lóðaruppdrætti dags. 18. júlí 2025 og skilmálateikningu dags. 2. júní 2025. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025.

Kristjana H. Krstjánsdóttir verkefnisstjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Tillaga Helgu Jónsdóttur, Hákonar Gunnarssonar og Andrésar Péturssonar að afgreiðslu:
Málinu er vísað til bæjarstjóra. Meirihluti bæjarráðs fól bæjarstjóra á fundi 8. maí sl. að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi til að fá hnekkt úrskurði innviðaráðuneytisins um ógildingu úthlutunar lóða í Roðahvarfi. Ekki liggur þó fyrir að slíkt mál hafi verið höfðað og úrskurður ráðuneytisins er í fullu gildi. Nauðsynlegt er að bæjarráð fái lögfræðilegt mat á því hvort frekari ákvarðanir Kópavogsbæjar á grunni stjórnvaldsákvörðunar, sem búið er að ógilda, skaði hagsmuni bæjarins í væntanlegu dómsmáli.
Hafnað með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Guðjóns Inga Guðmundssonar gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Hákonar Gunnarssonar og Andrésar Péturssonar.

Bókun:
Sú afgreiðsla sem heyrir undir skipulags- og umhverfisráð tekur til þess hvort byggingaráformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Bæjarráð og bæjarstjórn hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að höfða mál til að láta reyna á gildi úrskurðar innviðaráðuneytisins fyrir dómstólnum. Það var gert að undangengnu áliti lögmanns bæjarins þar sem bent var á verulega annmarka á úrskurðinum. Þangað til niðurstaða dómstóla liggur fyrir er eðlilegt og nauðsynlegt að fylgja áfram skipulagsferlum. 
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Guðjón Ingi Guðmundsson.

Bókun:
Undirrituð vekja athygli á því að meirihluti ráðsins er hér að staðfesta byggingaráform með vísan í deiliskipulag þó svo að úthlutun lóðarinnar hafi verið ógilt með úrskurði innviðaráðuneytisins.  
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Andrés Pétursson.
 
Staðfest með tilvísun í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 að framlögð drög að byggingaráformum dags. 26. apríl 2025 eru í samræmi við gildandi deiliskipulag með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Guðjóns Inga Guðmundssonar. Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Andrés Pétursson sátu hjá við afgreiðsluna.

Almenn erindi

5.25071263 - Dimmuhvarf 10. Fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi.

Lögð fram fyrirspurn Bjarna Óskars Þorsteinssonar arkitekts dags. 23. júlí 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Dimmuhvarf um breytingu á gildandi Aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2019-2040. Í breytingunni felst að breytt landnotkun lóðarinnar nr. 10 við Dimmuhvarf, úr opnu svæði í íbúðarsvæði. Jafnframt vill lóðarhafi breyta deiliskipulagi lóðarinnar, skipta henni upp í tvær lóðir með íbúðarhúsi á hvorri lóð.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

6.2508452 - Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 5. ágúst 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir lóðina nr. 9-23 við Bakkabraut, svæði 8 á þróunarsvæðinu á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst breytt aðkoma að lóðinni, breytt fyrirkomulag bílastæða og djúpgáma.
Samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 5. ágúst 2025 verði auglýst með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Andrésar Péturssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.25062049 - Kríunes. Vatnsendi. Breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Ívari Erni Guðmundssyni arkitekts f.h. lóðarhafa Kríuness í Vatnsenda, dags. 20. júní 2025. Fyrirspurnin snýr að heimildum til að stækka verslunar- og þjónustusvæði í átt að Elliðavatni, fjölga hótelherbergjum úr 30-40 og breyta skilgreiningu landnotkunarreits í aðalskipulagi. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs dags. 7. júlí 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar að líta neikvætt á framlagða fyrirspurn með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025. Andri Steinn Hilmarsson og Guðjón Ingi Guðmundsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.2506982 - Ný lóð milli Vatnsendabletta 509 og 510. Breytt aðal- og deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. f.h. landeiganda dags. 26. apríl 2025 um skipulagningu lóðar fyrir einbýlishús á svæðinu milli Vatnsendabletts 509 og 510 með vísan til 2.2.4 gr. í eignarnámssátt Kópavogsbæjar og Þorsteins Hjaltested dags. 30 janúar 2007. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. júlí 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025.
Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.